Kubus 8 RAW í takmörkuðu upplagi

Kubus 8 RAW er einstakur safngripur, áletraður og númeraður og aðeins seldur í forsölu til 1. ágúst.

Kubus 8 RAW er aðeins framleiddur í 1000 eintökum í tilefni 60 ára afmælis Kubus 8 og er nákvæm útgáfa af upprunalega kertastjakanum sem Mogens Lassen lét útbúa og geymdi á skrifborðinu sínu, og sem sjá má á ljósmyndum af vinnustofu hans frá 1962.
Alveg eins og upprunalegi stjakinn er þessi einstaki safngripur algjörlega hrár og ómeðhöndlaður og mun öðlast fallega áferð með tímanum og verður því enginn eins.
Aðeins seldur í forsölu til 1. ágúst í vefverslun Epal. 
Kubus kertastjakarnir eru enn handgerðir í by Lassen verksmiðjunni í Holstebro, Danmörku.