Hjá Epal erum við stolt að greina frá því að við höfum hlotið jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu.

Stefna Epal er að vera vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og þar sem allt starfsfólk nýtur sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu ásamt því að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Epal hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem hefur það meginmarkmið að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks Epal og er órjúfanlegur hluti af launastefnu þess. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.