Hjá Epal erum við stolt að greina frá því að við höfum hlotið jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu.

Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.