Meðhöndlun ýmissa vara frá Epal

 

Kubus kertastjaki: Besta leiðin til að losna við kertavax og önnur óhreinindi af Kubus er með því að snúa stjakanum á hvolf og leggja á bökunarpappír og hafa í ofni á 75* í 15 mínútur. Takið þá út úr ofninum og þurrkið af með rökum klút. Hér er myndband sem sýnir nákvæmlega hvernig þetta er gert: https://www.youtube.com/watch?v=j1w0s85TS9g

Meðhöndlun viðarbretta: Léttur handþvottur með sápu og heitu vatna, leyfið brettinu að þorna uppréttu. Berið olíu á brettið ca vikulega og þá helst brettið flott til langs tíma.

Meðhöndlun marmara og annara steina: Þrífið með náttúrusápu. Leysið 2-3 msk af sápuspæni upp í 1 L af heitu vatni. Gott að nota písk svo að sápuspænirinn leysist vel upp. Notið froðuna sem myndast ofan á og strjúka yfir með mjúkum klút.

Meðhöndlun Brassvara (látún):Efni sem heitir Brasso hentar vel til að fjarlægja bletti og óhreinindi ásamt því að fægja málma s.s. kopar, látún, króm og stál.

Meðhöndlun stálvara: Best er að þrífa stálvörur strax eftir notkun með mildri sápi og mjúkum bursta eða svampi. Besta leiðin til að frarlægja vax er með því að skola með heitu vatni og þurrka. Erfiða bletti er best að ná af með stál fægiefni.

Hay Dot púðar: Hreinsun. Ef brugðist er hratt við er möguleiki að ná blettum úr. Aðrir púðar úr ullaráklæði skal meðhöndla eftir því sem fram kemur á þvottaleiðbeiningum. Í sumum tilfellum er hægt að losa fyllingu (innri púða) úr og þá er annað hvort hægt að þvo púðaverið á ullarprógrammi í þvottavél eða setja í hreinsun.

Ullarteppi: Blettir skulu fjarlægðir eins fljótt og auðið er með því að strjúka létt yfir blett með örtrefjaklút eða mjúkum svampi. Í sumum tilfellum má þvo ullarteppi á ullarprógrammi í þvottavél en annars þarf að láta hreinsa teppið.

Leður: Besta leiðin við að viðhalda leðri er með því að ryksuga yfir það með mjúkum bursta af og til. Forðist að nota hreingerningavörur og notið ekki hluti sem geta rispað leðrið. Ef nauðsyn krefur notið náttúrulegan sápuspæni. Leysið 2-3 msk af sápuspæni upp í 1 L af heitu vatni og nota froðuna sem myndast ofan á. Gott að nota písk svo að sápuspænirinn leysist vel upp.  Strjúkið yfir með mjúkum klút. Einnig selur Epal vörur frá merki sem heitir Guirdain sem selur bæði sápu og næringu sem virkar vel á leður.

Linoleum borðplötur: Þvoið með mildri sápu og volgu vatni með rökum klút. Forðist að nudda yfirborðið. Mikilvægt að þurrka yfirborðið eftir á.

Ullarmottur: Fyrir regluleg þrif skal ryksuga. Gott getur verið að nota sódavatn á bletti. Ef kostur er á er gott að snúa mottum við á ca 6 mánaða fresti til að halda þeim vel við. Eins eru ákveðin þriffyrirtæki sem sérhæfa sig í mottuhreinsun.

Y stólar: Setuna á Y stólunum er best að þrífa með nátturusápu. Leysið 2-3 msk af sápuspæni upp í 1 L af heitu vatni. Gott að nota písk svo að sápuspænirinn leysist vel upp. Notið froðuna sem myndast ofan á og strjúkið varlega yfir pappírsþræðina með mjúkum klút.

Ellipse borð: Notið volgan örtrefjaklút við almenn þrif. Notið hvítan melamine svamp til að ná betri þrifum. Eftirfarandi almenn hreingerningarefni mælir Fritz Hansen með að nota:  Fritz Hansen Laminate Cleaner, Ajax Liquid Classic Multi Purpose Cleaner, Cillit Bang Power Cleaner Grease & Floor.

Almenn þrif á ljósum: Þurrkið af með þurrum mjúkum klút. Fjarlægið fitubletti með rökum volgum klút og notist við milda sápu. Notið ekki þykkar hreingerningavörur. Ath við þrif á glerlömpum að þá þarf að þrífa í köldum aðstæðum. Glerið verður að vera alveg þurrt áður en kveikt er aftur á ljósinu.

Raftæki og hlutir sem ganga fyrir rafhlöðum: Rafhlöður og rafgeymar eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp, þau geta innihaldið efni s.s. blý, kadmíum og kvikasilfur sem geta verið skaðleg heilsu okkar og umhverfi. Skilum alltaf vörunum eftir notkun á móttökustöðvar sveitarfélaga eða til spilliefnamóttöku.

Perur í lampa: Sjá upplýsingar á heimasíðum birgja.

Epal selur vörur (s.s. olíur, sápur og áburði) frá vörumerkinu Guirdain sem verja og viðhalda husgögnum í m.a. við, leðri og ull.