Epal var stofnað árið 1975. Sagan hófst þegar Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, kom heim frá Kaupmannahöfn að loknu námi í húsgagnahönnun. Fljótlega gerði hann sér ljóst að sitthvað vantaði á Íslandi svo leysa mætti verkefni sem honum voru falin á hönnunarsviðinu á þann hátt sem hann helst vildi. Þessi skortur varð kveikjan að stofnun Epal.
Frá upphafi hefur markmið Epal verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum. Það hefur verið gert með því að kynna góða hönnun og bjóða viðskiptavinum Epal þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndunum og víðar.
Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi Epal hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.
Epal hefur dafnað vel og nú eru sex Epal verslanir á Íslandi; Höfuðstöðvarnar í Skeifunni 6, í Kringlunni, Smáralind, Laugavegi 7, Flugstöðinni Keflavík og í Gróðurhúsinu Hveragerði.