Ert þú fagaðili? Þá ert þú á réttum stað.
Hér getur þú skoðað hönnunargagnagrunn Architonic sem er sá stærsti í heiminum, með yfir 400.000 vandlega valdar hágæða hönnunarvörur og efni.
Architonic er númer eitt hjá arkitektum, hönnuðum og öðru áhugafólki um hönnun. Við búum í heimi þar sem nýjungar í húsgagnahönnun, innréttingum og efnisvali eru kynntar daglega og er fullt starf að fylgjast með því sem í boði er. Þar kemur hönnunargagnagrunnur Architonic inn sem tekið hefur saman það besta sem markaðurinn hefur upp á að bjóða.
Ef þú sérð eitthvað sem þig langar í eða vantar frekari upplýsingar um vöruna og verð, hafðu endilega samband við okkur og við veitum þér aðstoð.
Hægt er að senda tölvupóst á epal@epal.is eða hringja í síma 568-7733.