
Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að koma
sköpun sinni á framfæri og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni.
Epal Gallerí er staðsett á frábærum stað við Laugaveg 7, á neðri hæð verslunarinnar.
Hér getur þú sýnt þín verk, skapað hönnun eða list, haft Pop-up viðburði og ýmislegt fleira skemmtilegt.


Við viljum heyra frá þér,
Hægt er að sækja um hér að neðan:
Fyrri sýningar:
-
Anna María Sigurjónsdóttir, ljósmyndari. Ljósmyndasýning í minningu Önnu Maríu á verkum sem hún tók fyrir Epal fyrir um tuttugu árum síðan. Nóvember 2021
-
Hugleikur Dagsson, Pop Up sölusýning “Hullabúð” og Hugleikur teiknaði á staðnum jólagjafir eftir pöntun. Desember 2021
-
Daði Harðarsson, keramíker, “Margt býr í glerungnum”. Apríl 2022
-
Óskar Guðmundsson, “Tinni á Íslandi.” Sýning á teikningum af Tinna í íslensku umhverfi. Á sýningunni voru árituð og númeruð grafísk verk og plaköt til sölu. Maí – ágúst 2022
-
Paper Collective. Sýning á vinningsverkum úr samkeppni Epal og Paper Collective sem haldin var sumarið 2022 á meðal skapandi Íslendinga. 19.08. – 02.09.
-
HönnunarMars. Sýningin Annar Laugavegur. Höfundar bókarinnar “Laugavegur” sýndu á HönnunarMars efni sem rataði ekki í bókina. 3. – 8. maí 2022.
-
Flétta & Ýrúrarí. Sýningin Þæfingur, samstarfsverkefni Fléttu, hönnunarstofu og textílhönnuðarins Ýrúrari. 29. september – 11. október.
-
Rán Flygenring. Sýningin Eldland þar sem sýnd voru úrval veggspjalda unnum upp úr teikningum bókarinnar Eldgos ásamt myndbandsinnsetningu eftir kvikmyndagerðarmanninn Sebastian Ziegler. 24. okt – 14. nóv.
-
Hugleikur Dagsson. Teiknidagar Hulla og Pop up sölusýning. 3. og 15. desember 2022.
-
Iceland Review 60 ára. Ljósmyndasýning úr langri sögu blaðsins. 24. janúar –
-
Reclutter. Myndlistarkonurnar Auður Lóa Guðnadóttir, Edda Mac, Helga Páley Friðþjófsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir sýndu teikningar, málverk, skúlptúra og textílverk. 22. mars – 11. apríl.
-
Óskar Guðmundsson, “Tinni á Íslandi.” Sýning á teikningum af Tinna í íslensku umhverfi. 15. maí – 28. júní 2023.
-
Bjarni Sigurðsson, keramíker. Mixmix sölusýning á nýjum og eldri keramíkverkum Bjarna. 29. júní – 30. júlí 2023.
-
Menningarnótt. Pappamyndakassi Lindu Ólafsdóttur teiknari, þar sem gestir gátu setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir. 31. júlí – 29. ágúst 2023.
-
Brynjar Ágústsson, ljósmyndari. Sýningin Undur, landslagsljósmyndir. 30. ágúst – 19. september 2023.
-
Sigrún Hrólfsdóttir. “Við verðum litur”, málverkasýning á verkum unnum á silki og striga. 20. sept – 10. okt. 2023.
-
Sigurlaug Gísladóttir, listakona. 11. okt – 24. okt. 2023.