Hljóðdempun – lausnir fyrir heimilið, skrifstofur og opin rými.

Bættu hljóðvist með góðri hönnun.

Ávinningur góðrar hljóðvistar er mikil og hefur áhrif á vellíðan, afkastagetu og einbeitingu.

Góð hljóðvist er samspil margra þátta og lausnirnar því margar. Efnisval og innréttingar með hljóðísogandi efnum bæta almennt hljóðvist rýmisins og draga úr hávaða og bergmáli. Góð hljóðvist er mikils virði því hávaðaáreiti veldur streitu og hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu og dregur verulega úr vinnuafköstum.

Við bjóðum upp á frábært úrval hljóðísogandi lausna fyrir heimilið, skrifstofur og opin rými. Verið velkomin í verslun okkar Skeifunni og fáið aðstoð starfsfólks okkar um góða hljóðvist fyrir heimili þitt eða fyrirtæki. 

Í Epal bjóðum við upp á gott úrval af hljóðdempandi flekum frá Offecct og Kvadrat og íslenskar hljóðísogandi Kúlur fá Bryndísi Bolla. Ásamt hljóðdempandi plötum fyrir Stacked hillur frá Muuto og hljóðdempandi plötur fyrir Montana Free hillur. 

Góð hljóðvist á heimilum og vinnustöðum er mikilvæg og bætta hljóðvist má einnig fá með því að bæta við textíl, með gardínum, gólfmottum og jafnvel púðum – allt sem fæst í Epal.

 

 

Spennandi nýjungar frá String

Fyrir 70 árum síðan voru klassísku String hillurnar kynntar til sögunnar, hannaðar af sænska arkitektnum Nils Strinning og í tilefni þess kynnir String nokkrar spennandi nýjungar.

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

Í tilefni af 70 ára afmælisárinu eru String hillurnar kynntar í nýjum litum, beige & blush. Nýju útgáfurnar eru væntanlegar í Epal en ásamt nýju litunum eru einnig væntanlegar String hillur sem henta utandyra.

 

 

Nýtt í Epal: Lorena Canals mottur fyrir barnaherbergi

Við vorum að bæta við úrvalið frábæru merki, Lorena Canals sem framleiðir gæða bómullarmottur fyrir heimilið sem má þvo í þvottavél.

Stofnað árið 1990, Lorena Canars hannar og framleiðir fallegar og stílhreinar mottur með gott notagildi, búnar til úr 100% bómull mæta motturnar nútíma þörfum og má því setja þær í þvottavél.

Þetta hófst allt þegar stofnandinn spurði sjálfa sig: „Afhverju er ekki hægt að þrífa mottur barnanna heima?“ Með enga lausn sjáanlega á markaðnum, ákvað hún að fara sjálf í málið. Í dag er Lorena Canals með tvær verksmiðjur í Indlandi ásamt skrifstofum í Barcelona og New York og framleiðir mottur fyrir heimili, bæði sem hentar fullorðnum og börnum.

Lorena Canals motturnar eru gerðar úr miklum gæðum og framleiddar við bestu aðstæður í verksmiðjum sem bera ábyrgð á starfsfólki hvað varðar laun og aðstæður.

Motturnar eru fáanlegar í margskonar útgáfum, litum og stærðum sem gerir þær hentugar fyrir hvaða herbergi sem er.

 

Kíktu við í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið. Einnig er hægt að skoða úrval Lorena Canals á heimasíðu þeirra og hægt að panta allar vörurnar í Epal.