Hljóðdempun – lausnir fyrir heimilið, skrifstofur og opin rými.

Bættu hljóðvist með góðri hönnun.

Ávinningur góðrar hljóðvistar er mikil og hefur áhrif á vellíðan, afkastagetu og einbeitingu.

Góð hljóðvist er samspil margra þátta og lausnirnar því margar. Efnisval og innréttingar með hljóðísogandi efnum bæta almennt hljóðvist rýmisins og draga úr hávaða og bergmáli. Góð hljóðvist er mikils virði því hávaðaáreiti veldur streitu og hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu og dregur verulega úr vinnuafköstum.

Við bjóðum upp á frábært úrval hljóðísogandi lausna fyrir heimilið, skrifstofur og opin rými. Verið velkomin í verslun okkar Skeifunni og fáið aðstoð starfsfólks okkar um góða hljóðvist fyrir heimili þitt eða fyrirtæki. 

Í Epal bjóðum við upp á gott úrval af hljóðdempandi flekum frá Offecct og Kvadrat og íslenskar hljóðísogandi Kúlur fá Bryndísi Bolla. Ásamt hljóðdempandi plötum fyrir Stacked hillur frá Muuto og hljóðdempandi plötur fyrir Montana Free hillur. 

Góð hljóðvist á heimilum og vinnustöðum er mikilvæg og bætta hljóðvist má einnig fá með því að bæta við textíl, með gardínum, gólfmottum og jafnvel púðum – allt sem fæst í Epal.