Jólaborðið í Epal – Hlín Reykdal

Hlín Reykdal skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 25. nóvember – 1. desember.

Hlín Reykdal útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur hún verið starfandi sem hönnuður undir eigin nafni síðan. Hlín hefur unnið við hönnun og framleiðslu á skartgripum frá vinnustofu sinni samfleytt til dagsins í dag. Vörumerkið er vinsælt og á stóran og dyggan viðskiptahóp. Árið 2010 stofnaði hún, ásamt öðrum hönnuðum, verslunina Kiosk þar sem hönnun hennar leit dagsins ljós. Fljótlega fóru aðrar verslanir að sýna Hlín áhuga og hefur hún selt víða bæði hérlendis og erlendis.

Skartgripir Hlínar hafa fengist í Epal í yfir 10 ár við góðar undirtektir. Litir og skemmtilegar litasamsetningar hafa einkennt hönnun Hlínar alla tíð ásamt vönduðu og fáguðu handverki þar sem smáatriðin skipta máli.

Jólaborðið: Borðstell og blómavasar eru frá Ro Collection, glös eru frá Frederik Bagger, hnífapör eru frá Alessi, kertastjakar litlir eru frá Lyngby.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið jólaborðið.

Við eigum til gott úrval af skartgripum Hlínar Reykdal í Epal.

 

Moomin vetrarlínan er mætt í Epal

Vetrarlína Moomin í ár ber heitið Snow Blizzard eða Snjóstormur og er áframhald af sögunni Vetrarundur í Múmíndal (1957) eftir Tove Jansson. Þessi fallega vörulína inniheldur fallega krús, skál, sett með fjórum smákrúsum og tvær teskeiðar.

Myndefni vörulínunnar sýnir hvernig snjóstormur blæs af miklu afli á Múmínsnáðann og gerir hann alveg ringlaðan!

Í sögunni Vetrarundur í Múmíndal segir frá því þegar vindhviður ganga yfir ísinn og láta tréin á ströndinni skjálfa. Hið mikla óveður hefur orðið til þess að ýmsar persónur leita skjóls í Múmíndal. Þau safnast saman í strandhúsinu og fyllast áhyggjum vegna Múmínsnáðans og krílisins Salóme sem eru bæði týnd í storminum.

Allt í einu er eins og stór hurð fjúki upp og allt verður dimmt. Múmínsnáðinn missir jafnvægið og rúllar eins og lítil hvít tunna. Að lokum verður hann þreyttur, snýr bakinu í átt að snjóstorminum og hættir að berjast gegn honum. Hlýr vindur flytur Múmínsnáðann mjúklega áfram í miðjum snjóstorminum og honum líður sem hann fljúgi. Krílið Salóme finnst í snjóskafli þar sem hinn háværi Hemúll bjargar henni.

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Þórunn Árnadóttir

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 5. – 11. desember. Þórunn lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í mastersnám í Royal College of Arts í London. Þórunn er hvað þekktust fyrir hönnunarvörumerki sitt 54Celsius sem framleiðir Pyropet dýrakertin sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og víða hérlendis og erlendis. Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum víða um heim, og má þar nefna V&A safnið í London, Triennale í Mílanó ásamt Spark Design space í Reykjavík.

Þórunn hefur undanfarin ár einnig vakið mikla athygli fyrir hönnun á jólagluggum verslana Geysis í miðbænum og hlotið fyrir það viðurkenningu borgarinnar fyrir fallegasta gluggann. Þórunn Árnadóttir hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. árið 2013 var hún kosin af Times Magazines sem ein af 50 einstaklingum sem skapa framtíðina og árið 2015 var hún kosin af Formex Nova sem “Nordic Designer of the Year”.

 

Borðið er skreytt hönnun Þórunnar, Pyropet kertum í nýjum lit sem mynda aðventukrans, borðstellið er frá iittala og heitir Teema, ásamt Essence glösum frá iittala og iittala jólakúlur eru notaðar sem skraut á diskana. Hnífapörin eru frá HAY, vatnsglösin eru Ripple frá Ferm living og bleiku skilaboðakertin eru einnig hönnun Þórunnar Árnadóttur frá Pyropet.

IITTALA & ISSEY MIYAKE

Við vorum að fá glæsilega línu Iittala í samstarfi við heimsþekkta japanska tískuhönnuðinn Issey Miyake. Línan inniheldur fallegt hágæða keramík, glermuni og heimilistextíl. Textílvörurnar eru einstakar fyrir þann eiginleika sinn að hafa “minni” sem veldur því að textíllinn fellur alltaf í sömu brotin og má þar nefna tauservíettur og borðskraut.

Fylgið Epal endilega á samfélagsmiðlunum Snapchat & Instagram : epaldesign

Sjón er sögu ríkari, 
iittala-x-issey-miyake-fbskrmklipp-2016-02-02-18-10-46-1024x723 skrmklipp-2016-02-02-18-40-09-1024x767Screen_20Shot_202016-02-09_20at_203.00.56_20PM.0.png IMG_4561 IMG_4530 iittala-x-issey-miyake iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_sqa iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_1568_9 iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_936_9 Iittala-X-Issey-Miyake-Home-Collection-1 collaboration_2

 

BOUROULLEC BRÆÐUR HANNA RUUTU FYRIR IITTALA

Frönsku hönnuðurnir og bræðurnir Ronan og Erwan Bouroullec hönnuðu nýlega vasana Ruutu fyrir Iittala. Ruutu sem þýðir demantur eða ferhyrningur á finnsku er lína af fallegum vösum sem koma í fimm stærðum og sjö mismunandi litum. Hægt er að leika sér með uppröðun vasanna og vinna með litasamsetningar. Um hönnun vasanna segja bræðurnir, “We were seeking to express the purity of glass blowing in this simple diamond shape, glass is a material that likes round shapes. By developing the strict shape we are reaching the limits of the material.”

Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_10-2 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_9 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_6-2 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_4 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_3 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_1-2 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_0 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_2-2

Ruutu er ein af nokkrum spennandi nýjungum sem Iittala færir okkur á þessu ári.

Posted in Óflokkað  |  Tagged

IITTALA TAIKA STELLIÐ

Iittala Taika stellið er einstaklega fallegt með ævintýralegum myndskreytingum eftir Klaus Haapaniemi.

51c2400ee25513c5880eb540a1afb1b4-18_max

4727c0c8a1df866a955e94ba5bf03a70

IMG_4452-1

6411923651141_2540f29a411c76_720x600

iittala-taika-blue-tea-towel-6

Screen Shot 2014-11-04 at 5.01.44 PM

series-iittala-taika-1iittala-taika-tuotesarjasivu-2014

Í byrjun árs 2014 var bætt við textílínu og má þá fá t.d. fallega myndskreytt viskastykki og servíettur.

Einnig bendum við á einstaklega smekkleg smákökubox úr línunni fyrir jólin:)

IITTALA HÖNNUN Á ÚTSÖLU

Hönnuðurinn Harri Koskinen sá um hönnun á Meno pokanum (á finnsku þýðir orðið “to go”), pokinn kemur í þremur stærðum og er úr þæfðu Polyester efni. Hægt er að nota pokana á marga vegu, sá minnsti hentar t.d. vel undir skjöl og i-pad, miðjustærðin er frábær til að sinna daglegum erindum og hentar einnig sem verslunarpoki. Sá stærsti bíður upp á ótrúlegt geymslupláss og er jafnvel hentugur til að skella í bílinn fyrir helgarferðina. Hönnuðurinn sjálfur, Harri Koskinen, dásamar pokann og segist nota þann stærsta þegar hann fer í skíðaferðalag með fjölskyldunni.

Screen Shot 2014-08-29 at 1.28.58 PM

iittala-meno2

meno-home-bag-d400x500x250mm-grey-feltseries-iittala-meno-1

 Meno pokarnir eru á 50% afslætti fram yfir helgi, og kosta núna  frá 5.100 – 9.975 kr.  

Meno pokarnir eru aðeins brot af iittala vörum sem eru á 50% afslætti, kíktu við um helgina og gerðu góð kaup.

Opið laugardag og sunnudag.

GJAFALEIKUR: IITTALA NAPPULA

Nappula kertastjakarnir voru hannaðir árið 2012 af Matti Klenell. Innblástur kertastjakanna fékk hann í ferð sinni í Nuutajärvi glersafnið í Finnlandi og varð hann yfir sig hrifinn af borði sem hann sá þar, en það var einstakt fyrir óvenjulega lögun sína. Innblásinn af formi borðsins teiknaði hann Nappula kertastjakana sem samtvinna ást hans á nútímalegri og vintage hönnun. Nappula kertastjakarnir eru framleiddir úr brass og stáli sem er púðurhúðað í svörtum, hvítum, grænum og blágrænum lit.

Smart blanda af Iittala Nappula og Iittala Festivo saman á borði frá HAY.

Matti Klenell er sænskur hönnuður sem hefur sérhæft sig í hönnun á glervörum og eru þekktustu vörurnar sem hann hefur hannað fyrir Iittala staflanlegu Lempi glösin og sería af glerfuglum sem bera einfalda nafnið Birds. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar skapað sér stórt nafn í hönnunarheiminum.

Smelltu “like” við facebook síðu Epal og skildu eftir skemmtilegt komment við myndina af Nappula kertastjökunum. Heppnin gæti verið með þér!
Eftir helgi drögum við út einn heppinn lesanda sem hlýtur tvo fallega gyllta Nappula kertastjaka.

Andreas Engesvik fyrir Iittala

Andreas Engesvik hannaði kertastjakana Allas fyrir Iittala sem komu út fyrr á þessu ári, en hann er fyrsti norski hönnuðurinn sem fenginn er til að hanna fyrir Iittala og þykir það mikill heiður. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín svosem hönnunarverðlaun Wallpaper árið 2009 og iF hönnunarverðlaunin árið 2010 og nú síðast hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun árið 2012 fyrir Allas kertastjakana. Fyrir utan Iittala hefur Andreas hannað fyrir Muuto, Asplund og Ligne Roset, og má finna hönnun eftir hann í norsku konungshöllinni.