Jólaborðið í Epal Skeifunni : Þórunn Árnadóttir

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 5. – 11. desember. Þórunn lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í mastersnám í Royal College of Arts í London. Þórunn er hvað þekktust fyrir hönnunarvörumerki sitt 54Celsius sem framleiðir Pyropet dýrakertin sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og víða hérlendis og erlendis. Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum víða um heim, og má þar nefna V&A safnið í London, Triennale í Mílanó ásamt Spark Design space í Reykjavík.

Þórunn hefur undanfarin ár einnig vakið mikla athygli fyrir hönnun á jólagluggum verslana Geysis í miðbænum og hlotið fyrir það viðurkenningu borgarinnar fyrir fallegasta gluggann. Þórunn Árnadóttir hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. árið 2013 var hún kosin af Times Magazines sem ein af 50 einstaklingum sem skapa framtíðina og árið 2015 var hún kosin af Formex Nova sem “Nordic Designer of the Year”.

 

Borðið er skreytt hönnun Þórunnar, Pyropet kertum í nýjum lit sem mynda aðventukrans, borðstellið er frá iittala og heitir Teema, ásamt Essence glösum frá iittala og iittala jólakúlur eru notaðar sem skraut á diskana. Hnífapörin eru frá HAY, vatnsglösin eru Ripple frá Ferm living og bleiku skilaboðakertin eru einnig hönnun Þórunnar Árnadóttur frá Pyropet.