Jólaborðið í Epal Skeifunni : Karitas Sveinsdóttir

Innanhússarkitektinn Karitas Sveindsóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 12. – 18. desember.  

Karitas lauk námi í innanhússarkitektúr frá IED í Mílanó og rekur í dag ásamt eiginmanni sínum, hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni, hönnunarstofuna HAF Studio ásamt versluninni HAF Store og hafa þau vakið verðskulduga eftirtekt jafnt innanlands sem og erlendis fyrir hönnun sína. 

Ásamt því að hanna veitingarstaði, einkaheimili og hótel hefur Karitas einnig tekið að sér persónulega innanhússráðgjöf. 

Karitas og Hafsteinn hönnuðu í ár Jólaóróann fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Gáttaþef sem seldur er m.a. í verslunum Epal dagana 7. – 21. desember.