Ævintýri Tinna

Við vorum að fá fullt af nýjum vörum frá I love TinTin fyrir bæði stóra sem smáa.
Erum með flotta safngripi ásamt vörum á góðu verði eins og lyklakippur, boli, bolla og stílabækur.
Flottar lyklakippur og ýmislegt fyrir börnin.
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá Tinna aðdáendum að bíómynd um ævintýri kappans er væntanleg. Myndin kemur í sýningu í desember og er leikstýrt af sjálfum Steven Spielberg.

Joseph Joseph

Hér er enn ein snilldin frá Joseph Joseph hönnunarmerkinu sívinsæla.
Skurðabrettin eru mjög sniðug og eru þau litamerkt ásamt því að hafa litla mynd á haldfanginu til að auðvelda valið á réttu bretti. Brettin eru fyrir kjöt, fisk, grænmeti og eldaðann mat og má setja í uppþvottavél.
Brauðboxið er líka mjög sniðugt, en lokið nýtist einnig sem skurðarbretti.
Góða helgi kæru lesendur.

Cubus kertastjakinn

Danski arkitektinn Mogens Lassen hannaði Cubus kertastjakann fyrir meira en 50 árum síðan.
Það mætti segja að hann hafi verið á undan sinni samtíð þegar að hann hannaði Cubus sem var ekki með nokkuð punt né prjál. Aðeins hrein og bein form.
Vegna þess hve einfaldur Cubus er þá passar hann inná flest öll heimili og er flott gjafahugmynd fyrir hönnunarunnendur.