Delphi sófar frá Erik Jørgensen á 20% afslætti

Við kynnum frábært tilboð á klassískum Delphi sófum frá Erik Jørgensen.

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari. Hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra.

Georg Jensen jólaóróinn 2019

Jólaóróinn í ár frá Georg Jensen er mættur í Epal.

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2019 er kominn í Epal og kostar 6.800 kr. og er hannaður af Sanne Lund Traberg. Óróanum fylgir bæði sérstakur ljósblár borði ásamt klassíska rauða borðanum.

OE Quasi – Ólafur Elíasson & Louis Poulsen

Ólafur Elíasson x Louis Poulsen

Heimsþekkti listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur skapað nýtt stórfenglegt ljós í samstarfi við Louis Poulsen. Með flóknum formum OE Quasi sameinar Ólafur langtíma áhuga sinn á rúmfræði og lýsingu.

Hin flókna rúmfræðilega lögun OE Quasi breytir um lögun eftir því hvar áhorfandinn stendur sem býður upp á endalausar túlkanir og sjónarmið.

OE Quasi fæst í Epal.

 

 

 

 

Sérfræðingur frá Auping rúmum í heimsókn og 15% afsláttur

Sérfræðingur frá Auping rúmum verður staddur í Epal dagana 19. – 21. september og veitir ráðgjöf við val á réttu rúmi. Í tilefni heimsóknarinnar veitum við 15% afslátt af öllum rúmum og fylgihlutum frá Auping. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

 

Frá vöggu til grafar / Cradle to Cradle

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Auping trúir því staðfastlega að gæði svefns megi alltaf bæta. Það er þessvegna sem að dag eftir dag vinnur Auping að því að bæta svefnþægindi morgundagsins með ástríðu og forvitni að leiðarljósi. Auping telur einnig að sjálfbær tengsl okkar við umhverfið og fólkið sé mikilvægur hlekkur af ferlinu.

Sjálfbært, þýðingarmikið og meðvitað: Auping er tilbúið að taka á móti ábyrgðinni.

„Við viljum geta sofið með hugarró í framtíðinni. Fyrirtækið fjárfestir í grundvallaratriðum í sjálfbærni og hefur mikinn metnað að skipurleggja allra rekstrarferla, vörur og þjónustu að fullu í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C) fyrir árið 2020.“

Bestu þægindi á hæsta stigi. Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Við snúum okkar að meðaltali 30 sinnum yfir nóttina á meðan við sofum. Og við losum um 350 ml af svita. Til að tryggja hámarks svefnþægindi er mikilvægt að rúmið styðji við líkamann og sé með góða loftöndun.

Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróuninni, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Vefarinn frá Carl Hansen kemur í Epal & 15% afsláttur

Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir „Muhamad the Weaver“ sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Muhamad þykir vera framúrskarandi vefari og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá föstudegi til laugardags 20. – 21. september og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga. Hægt verður að kaupa þá stóla sem ofnir verða á staðnum og fá þá áritaða.

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Við bjóðum Muhamad velkominn í Epal frá 20. – 21. september. Muhamad starfar hjá Carl Hansen og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Muhamad kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.

Sjón er sögu ríkari!

Ásamt Muhamad verða hjá okkur staddir sérfræðingar frá Auping og Carl Hansen og verður veittur 15% afsláttur af þeirra vörum í tilefni þess.

Happdrætti á meðan heimsókninni stendur og geta heppnir þátttakendur unnið Y stól ásamt dúnmjúkum koddum frá Auping.

Hér að neðan má sjá áhugavert video þar sem sýnt er frá aðferðinni að vefa Y stól.