





Í tilefni 50 ára afmælis Epal hefur Normann Copenhagen útbúið sérstaka afmælisútgáfu af Form ruggustólnum í aðeins 5 eintökum. 50 ára afmælisútgáfa stólsins er gerð úr hnotu og heilbólstruð með hlébarðamynstruðu Kvadrat Jade ullaráklæði, sérvöldu af hönnuðinum Simon Legald, sem gefur ruggustólnum einstakt útlit.
Kvadrat var stofnað í Danmörku árið 1968 og á djúpar rætur í heimsfrægri hönnunarhefð Skandinavíu. Kvadrat er leiðandi í hönnunarnýjungum og á textílmarkaðnum og framleiðir úrval af hönnunartextíl, mottum og gluggaáklæðum. Kíktu við hjá okkur í vefnaðarvörudeild Epal og fáðu aðstoð söluráðgjafa, sjón er sögu ríkari
Fallegt svefnherbergi hjá David Thulstrup, ljósmyndara í Kaupmannahöfn.
‘We used Kvadrat textiles because they are simply the best. The quality cannot be surpassed and the range of colours is truly inspiring,’ David Thulstrup.
Hér að neðan má sjá myndir til innblásturs sem sýna Kvadrat gluggatjöld.
Listamaðurinn Markús Bjarnason opnar nýja sýningu, Suð í Epal Gallerí sem stendur yfir dagana 1.–18. maí. Verkin eru meira en málverk þar sem þau eru öll handsmíðuð með hljóðgleypi svo þau bæti einnig hljóðvist rýmisins. Verkin draga úr óæskilegum tíðnum og bæta hljómburð rýmisins á sama tíma og þau auka fagurfræði.
Í hverju verki má sjá hvítar línur sem tákna leiðir mannfólksins og litla litaða punkta sem tákna fólk í hversdagsleikanum og suðið í lífinu, hvort sem það er áreiti, upplýsingaflæði eða kvíði. Einn rauður punktur er í hverju verki og táknar hann sjálfið. Gestum er boðið að nálgast verkin, finna rauða punktinn og upplifa hvernig suðið minnkar eftir því sem þeir komast nær.
Markús Bjarnason, sem útskrifaðist með gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, hefur á undanförnum árum þróað einstaka röð hljóðdempandi listaverka þar sem fagurfræði og virkni mætast.
Verið velkomin á sýninguna Suð í Epal Gallerí, Laugavegi 7.
Margt var um manninn í Epal Skeifunni þegar HönnunarMars var opnaður formlega í gær.
Epal fagnar í ár fimmtíu ára afmæli sínu og tekur þátt í HönnunarMars sautjánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Til sýnis er hlaðborð af nýrri og áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu. Í Epal verða einnig til sýnis íslensk húsgögn sem eiga það sameiginlegt að hafa náð hæstu hæðum varðandi sölu- og verðmætasköpun og minna þau á mikilvægi og gildi góðrar hönnunar sem nýta má sem verðmæta auðlind.
Einnig var til sýnis íslenska vörulínan BAÐ sem er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv.
Sýningin Íslensk hönnun á öllum aldri stendur yfir dagana 2. – 5. apríl í Epal Skeifunni.
Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir
Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir
Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.