Sekan – sængurföt úr lífrænni bómull

Vönduð og einstaklega mjúk sængurföt úr 100% GOTS vottaðri og lífrænni bómull. Allar vörur frá Sekan eru hannaðar í Danmörku og framleiddar í Portúgal úr bestu efnum sem völ er á og með tilliti til umhverfisins. Fáanleg í mildum og fallegum litum úr bæði satínbómull og percale bómull.
Kynntu þér gæðin í rúmfötununum frá Sekan í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is

50 ára afmæliseintak – Form ruggustóll

Í tilefni 50 ára afmælis Epal hefur Normann Copenhagen útbúið sérstaka afmælisútgáfu af Form ruggustólnum í aðeins 5 eintökum. 50 ára afmælisútgáfa stólsins er gerð úr hnotu og heilbólstruð með hlébarðamynstruðu Kvadrat Jade ullaráklæði, sérvöldu af hönnuðinum Simon Legald, sem gefur ruggustólnum einstakt útlit.

Sjá í vefverslun Epal.

Finndu gæðin frá Kvadrat í Epal – frábært úrval af gluggatjöldum

Kvadrat var stofnað í Danmörku árið 1968 og á djúpar rætur í heimsfrægri hönnunarhefð Skandinavíu. Kvadrat er leiðandi í hönnunarnýjungum og á textílmarkaðnum og framleiðir úrval af hönnunartextíl, mottum og gluggaáklæðum. Kíktu við hjá okkur í vefnaðarvörudeild Epal og fáðu aðstoð söluráðgjafa, sjón er sögu ríkari

Fallegt svefnherbergi hjá David Thulstrup, ljósmyndara í Kaupmannahöfn.

We used Kvadrat textiles because they are simply the best. The quality cannot be surpassed and the range of colours is truly inspiring,’ David Thulstrup.

Hér að neðan má sjá myndir til innblásturs sem sýna Kvadrat gluggatjöld.

Eru útihúsgögnin tilbúin fyrir sumarið?

Öll húsgögn þarfnast viðhalds og nú er rétti tíminn til að yfirfara útihúsgögnin.
Mikilvægt er að hugsa vel um húsgögnin þín með því að bera á þau og hreinsa til að þau haldist falleg um ókomna tíð. Við mælum með gæða viðhaldsvörunum frá Guardian sem viðurkenndar eru af okkar helstu framleiðendum. Í húsgagnadeild okkar í Epal Skeifunni færð þú faglega ráðgjöf hvaða viðhaldsvara hentar þínu húsgagni. Sjá í vefverslun 

Sumarlakkrísinn er kominn

Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er mætt í Epal og er stútfull af ómótstæðilegum brögðum og er fullkomin gjöf fyrir hvaða sumartilefni sem er!
PINK PINEAPPLE er splunkuný bragðtegund sem þú verður að smakka! Með sætri og mjúkri lakkrísmiðju sem hjúpuð er hvítu rjómasúkkulaði með ferskum og framandi keim af ananas og að lokum umlukin brakandi bleikri sykurskel. Þessum bleika mola eru ætlaðir stórir hlutir, með glæsilega einkunn 4,5 frá Lakrids Lovers Taste Panel smakkráðinu! Pink Pineapple mun hrífa þig til suðrænnar paradísar!
LEMON er einstök blanda af söltum lakkrís og einum ferskasta ávexti úr náttúrunni, sítrónu! Mjúk lakkrísmiðjan er hjúpuð með ljúffengu hvítu súkkulaði, rjóma og vanillu til að tryggja fullkomið jafnvægi á milli þess sæta, súra og salta.
Allt saman útbúið úr bestu náttúrlegu hráefnunum og færir þér bragðið af paradís í hverjum bita og breytir hverri stund í lítið frí.
Nældu þér í sumarlakkrísinn í næstu Epal verslun. 

Suð opnar í Epal Gallerí

Listamaðurinn Markús Bjarnason opnar nýja sýningu, Suð í Epal Gallerí sem stendur yfir dagana 1.–18. maí. Verkin eru meira en málverk þar sem þau eru öll handsmíðuð með hljóðgleypi svo þau bæti einnig hljóðvist rýmisins. Verkin draga úr óæskilegum tíðnum og bæta hljómburð rýmisins á sama tíma og þau auka fagurfræði.

Í hverju verki má sjá hvítar línur sem tákna leiðir mannfólksins og litla litaða punkta sem tákna fólk í hversdagsleikanum og suðið í lífinu, hvort sem það er áreiti, upplýsingaflæði eða kvíði. Einn rauður punktur er í hverju verki og táknar hann sjálfið. Gestum er boðið að nálgast verkin, finna rauða punktinn og upplifa hvernig suðið minnkar eftir því sem þeir komast nær.

Markús Bjarnason, sem útskrifaðist með gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, hefur á undanförnum árum þróað einstaka röð hljóðdempandi listaverka þar sem fagurfræði og virkni mætast.

Verið velkomin á sýninguna Suð í Epal Gallerí, Laugavegi 7.

SKRIPO opnar í Epal Gallerí

Sýningin SKRIPO stendur nú yfir í Epal Gallerí, Laugavegi 7.
Að baki sýningarinnar standa æskuvinirnir þeir Guðjón Viðarsson og Kári Þór Arnarsson. Vinasamband þeirra hefur alla tíð einkennst af sköpun, allt frá fyrstu sameiginlegu teikningunum og að þeim málverkum sem þeir mála saman í dag.
Frá því sumarið 2023 hafa Guðjón og Kári málað myndir saman undir nafninu Skripo. Þeir vinna jafnan á tvo striga í einu, skiptast á að teikna og mála fígúrur, oft án þess að vita hvert verkið leiðir. Í sumum tilfellum teiknar annar aðeins augu eða handlegg áður en þeir skipta um striga og halda áfram á grunni hins. Þannig verður hver mynd samspil leikgleði, innsæis og sköpunar án fyrirfram ákveðinnar niðurstöðu.
Á sýningu Skripo, sem haldin verður í Epal Gallerí á Laugavegi dagana 4.-25. apríl, gefst gestum einnig kostur á að versla málverk, auk eftirprenta í takmörkuðu upplagi.

Opnunarhóf HönnunarMars í Epal 2025

Margt var um mann­inn í Epal Skeifunni þegar Hönn­un­ar­Mars var opnaður form­lega í gær.
Epal fagnar í ár fimmtíu ára afmæli sínu og tekur þátt í HönnunarMars sautjánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Til sýnis er hlaðborð af nýrri og áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu. Í Epal verða einnig til sýnis íslensk húsgögn sem eiga það sameiginlegt að hafa náð hæstu hæðum varðandi sölu- og verðmætasköpun og minna þau á mikilvægi og gildi góðrar hönnunar sem nýta má sem verðmæta auðlind.
Einnig var til sýnis íslenska vörulínan BAÐ sem er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv.

Sýningin Íslensk hönnun á öllum aldri stendur yfir dagana 2. – 5. apríl í Epal Skeifunni.

Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir

Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir

Í fyrsta sinn á Íslandi – Lakrids Lovers lakkrísinn!

Í fyrsta skipti á Íslandi, Lakrids Lovers lakkrís – fyrir alvöru lakkrísunnendur!  *mjög takmarkað magn og aðeins fáanlegur í verslunum Epal.
Nýjasta Lakrids Lovers útgáfan er Lime Crackle sem fáanleg verður í afar takmörkuðu upplagi í fyrsta sinn á Íslandi.
Lime Crackle sameinar spennandi bragð af límónu og sítrónu við hvítt mjólkursúkkulaði, salta lakkrísmiðju og græna stökka sykurhúð. Þessi samsetning af sætu og skörpu bragði býður upp á ljúffenga sítrussveiflu, sem lætur bragðlaukana þrá meira.
Lakrids Lovers eru sérútgáfur í litlu upplagi sem einkennast oft af spennandi bragðtegundum sem lagðar eru undir alvöru lakkrísunnendur sem fá að spá fyrir um framtíðarmögleika vörunnar. Áður hafa verið framleiddar sérútgáfur Lakrids Lovers af, Salty Rasberry, Sour Strawberry, Golden Oranges og fleiri bragðtegundum sem sumar hverjar hafa fengið að verða hluti af vöruúrvali Lakrids by Bülow.
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar!

Our Society – nýtt vörumerki í Epal

Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.

Our Society byggir á nútímalegu hugarfari varðandi efnisnotkun og vinnusiðferði og með einfaldan en sterkan stíl sem rammar inn stemmingu dagsins í dag á meðal hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga um allan heim. Samnefnari allra hönnuða og þeirra lykilaðila sem koma að Our Society er að þau eru upprennandi og sækja þau innblástur til ungu kynslóðarinnar og því bjartsýna og nýstárlega hugarfari sem henni fylgir.
“Sem hönnunarmerki sem byggt er af næstu kynslóð er siðferðisleg og sjálfbær framleiðsla sjálfsagður hluti af DNA fyrirtækisins. Að vinna með ungum hönnuðum setur háar kröfur og viðmið hvernig hönnun skuli vera framleidd. Eru því allir framleiðsluaðilar handvaldir á staðnum og innan Evrópu sem er þeim mikilvægt og uppfylla þeir allir umhverfisstaðla og viðeigandi vottanir.”