Epal Gallerí – Matti og Maurún, Hulinn heimur íslenskra maura

Á Hönnunarmars í Epal Gallerí, Laugavegi 7 opnar „Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura”, sýning og útgáfa myndlýstrar barnabókar um íslenska maura.
“Á sýningunni skoðum við furðuverk mauraríkisins, rýnum í myndheiminn sem Laufey Jónsdóttir skapaði fyrir bókina og sjáum íslenska maura stíga á stokk í iðandi maurabúi. Rithöfundurinn og líffræðingurinn Marco Mancini hefur rannsakað maura á Íslandi frá árinu 2019 og deilt undrum mauraheimsins í fjölmiðlum, á vefsíðunni „Maurar á Íslandi” og nú í þessari fallega myndskreyttu bók.”
Þetta er önnur barnabók myndhöfundarins og grafíska hönnuðarins Laufeyjar Jónsdóttur. Fyrri bók hennar, „Milli svefns og Vöku”, hlaut tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndskreytingar og viðurkenningu frá Félagi íslenskra teiknara í flokknum myndlýsingasería.
„Leggðu af stað í hugljúft ævintýri með Maurúnu og Matta til að komast í kynni við ótrúlegan heim leynilegrar mauranýlendu á íslenskum leikskólavelli. Taktu þátt í sérstakri vináttu þeirra sem er fyllt gleði, forvitni og sögum sem leiða í ljós mikil stórmerki undir fótum okkar.“
Saga og enskur texti: Marco Mancini
Teikningar og hönnun: Laufey Jónsdóttir
Íslensk þýðing: Andreas Guðmundsson Gähwiller
Sérfræðingur í kennslufræði: Caterina Poggi
Útgefandi: Bókafélagið
Styrktaraðilar bókar: Þróunarsjóður námsgagna og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Styrktaraðili viðburðar: Reykjavíkurborg
Opnunartímar sýningarinnar á HönnunarMars og Barnamenningahátíð 24 – 28. apríl:
Mið: 18:00 – 20:00
Fim – Lau: 10:00 – 18:00
Sun: 11:00 – 18:00
Sýningin opnar miðvikudaginn 24. apríl kl.18:00 í kjallara Epal á Laugavegi 7. Sýningin stendur frá 24. apríl til 8. maí.

Epal Gallerí – Spirit Portraits eftir Veru Hilmarsdóttur

Verið innilega velkomin á sýningu Veru Hilmarsdóttur, Spirit Portraits, sem opnar í Epal Gallerí fimmtudaginn 4. apríl klukkan 16 – 18, þar sem Vera sýnir brot úr safni teikninga sem hún hefur unnið að á síðustu þremur árum. Sýningin stendur til 21. apríl.

Um listakonuna:

Vera Hilmarsdóttir (1992) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018.
Á öðru ári sínu í bachelor námi sótti Vera ljósmynda- og listnám í The University of Applied Science Europe í Berlin, þar sem hún svo bjó og starfaði sem fyrirsæta og listakona til 2020. Segja má að verk Veru skiptist í teikningar og málverk. Á þessari sýningu sýnir hún safn teikninga þar sem mörkin milli huga og anda mætast í óslitnum flæðandi línum.
Vera Hilmarsdóttir (1992) graduated with a bachelor’s degree in art from the Iceland Academy of the Arts in 2018. During her second year of bachelor studies, Vera attended photography and art studies at The University of Applied Science Europe in Berlin, where she then lived and worked as a model and artist until 2020. We can say that Vera’s work is divided into drawings and paintings. In this exhibition, she presents a collection of drawings where the boundaries between mind and spirit meet in uninterrupted flowing lines.

Epal Gallerí – Vantar þig sýningarrými?

Lumar þú á góðri hugmynd sem þú vilt að fleiri fái að njóta?
Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Hér getur þú sýnt þín verk, skapað hönnun eða list, haft Pop-up viðburði og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Epal Gallerí er staðsett á frábærum stað við Laugaveg 7, á neðri hæð verslunarinnar.
Hægt er að sækja um á vefsíðu Epal.is þær dagsetningar sem henta best, og þú munt heyra frá okkur.
Láttu orðið berast,