Epal Gallerí – Spirit Portraits eftir Veru Hilmarsdóttur

Verið innilega velkomin á sýningu Veru Hilmarsdóttur, Spirit Portraits, sem opnar í Epal Gallerí fimmtudaginn 4. apríl klukkan 16 – 18, þar sem Vera sýnir brot úr safni teikninga sem hún hefur unnið að á síðustu þremur árum. Sýningin stendur til 21. apríl.

Um listakonuna:

Vera Hilmarsdóttir (1992) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018.
Á öðru ári sínu í bachelor námi sótti Vera ljósmynda- og listnám í The University of Applied Science Europe í Berlin, þar sem hún svo bjó og starfaði sem fyrirsæta og listakona til 2020. Segja má að verk Veru skiptist í teikningar og málverk. Á þessari sýningu sýnir hún safn teikninga þar sem mörkin milli huga og anda mætast í óslitnum flæðandi línum.
Vera Hilmarsdóttir (1992) graduated with a bachelor’s degree in art from the Iceland Academy of the Arts in 2018. During her second year of bachelor studies, Vera attended photography and art studies at The University of Applied Science Europe in Berlin, where she then lived and worked as a model and artist until 2020. We can say that Vera’s work is divided into drawings and paintings. In this exhibition, she presents a collection of drawings where the boundaries between mind and spirit meet in uninterrupted flowing lines.