Páskaopnun í verslunum Epal

Eftirfarandi má finna opnunartíma yfir páskahátíðina í verslunum Epal í Skeifunni og Epal Kringlunni.
Skírdagur – LOKAÐ / Epal Kringlunni 12 – 17
Föstudagurinn langi – LOKAÐ
Laugardagur – Epal Skeifunni LOKAÐ / Epal Kringlunni 11 – 18
Páskadagur – LOKAÐ
Annar í páskum – LOKAÐ
Lokað verður yfir páska í Epal Skeifunni, 1. – 5. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 6. apríl í Skeifunni.
Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn þar sem þú getur skoðað yfir 9 þúsund vörur; gjafavöru, húsgögn og ljós eftir frægustu hönnuði heims.
Njóttu þess að versla heima í stofu í rólegheitum. https://www.epal.is/

Heimsókn : Sérfræðingur frá Jensen rúmum í Epal

Sérfræðingur frá Jensen Beds verður hjá okkur dagana 11.-13. apríl.
Í tilefni þess verður veittur 10% afsláttur af öllum pöntunum. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér!

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Aðventan í Epal Skeifunni : Gestabakari, kaffibarþjónn & jólaborðið // 14. – 16. desember

Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni. 

Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. Opið alla daga fram að jólum.

Laugardaginn 15. desember verður engin önnur en Linda Ben stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu og mun hún töfra fram eitthvað gómsætt eins og henni er einni lagið og býður gestum og gangandi að smakka. Linda Ben er menntaður lífefnafræðingur en hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir einstaka hæfileika þegar kemur að matargerð og bakstri þar sem hún deilir reglulega uppskriftum og fallegum innblæstri með fylgjendum sínum. Linda er einnig mikill fagurkeri og hefur áhuga á heimilum og hönnun og er því vel við hæfi að bjóða hana velkomna í fallega VIPP eldhúsið okkar í Epal Skeifunni. 

Linda Ben verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 13-15, laugardaginn 15. desember. 

Hægt er að fylgjast með Lindu Ben á samfélagsmiðlinum Instagram @lindaben ásamt á bloggsíðu hennar Lindaben.is

Það er að sjálfsögðu opið alla helgina, laugardag og sunnudag til 18:00. Jólaborðið sem Fólk Reykjavík dekkaði verður á sínum stað og veitir góðar hugmyndir, ásamt því að okkar margrómaði kaffibarþjónn verður á staðnum. Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu.

Aðventan í Epal Skeifunni : Gestabakari, kynning & dekkað borð // 7. – 8. desember

Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni. 

Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. 

Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. 

Föstudaginn 7. desember verður Kristín Björk Þorvaldsdóttir stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Hún er einstaklega fær í eldhúsinu og töfrar fram girnilega rétti og við getum ekki beðið eftir að fylgjast með hvað hún býður okkur upp á á föstudaginn. 

Kristín verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 14-16. 

Hægt er að fylgjast með Kristínu Björk á samfélagsmiðlinum Instagram @kristinbjork76

Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu. 

Halla Bára Gestsdóttir dekkar einnig borð í hátíðarstíl, við hvetjum ykkur til að koma við og fá jólainnblástur. Borðið stendur uppi gestum til ánægju, dagana 7. desember – 12. desember.

Halla Bára er með BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ og meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Verkefni sem hún hefur unnið að á síðustu misserum eru endurbætur og innanhússhönnun á Hótel Höfn og innanhússhönnun á íbúðahótelinu The Swan House – Rætur Apartments.

Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.

Laugardaginn 8. desember verður skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal með kynningu í Epal Skeifunni á nýrri skartgripalínu sinni Crown. Hlín verður hjá okkur á milli kl. 13-15 laugardaginn 8. desember. 

Línan er fjölbreytt og falleg, tilvalin í jólapakkana. Allt skartið er handgert á vinnustofu Hlínar og fékk hún innblástur frá kórónum og er línan þessvegna heitið Crown By Hlín Reykdal. Falleg gjöf fyrir þig og þína. 

Laugardaginn 8. desember verður svo stödd hjá okkur engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir sem heldur úti einum vinsælasta matarvef landsins, Gulur, rauður, grænn og salt. 

Berglind er þekkt sem stofnandi og eigandi GRGS en er ásamt því hjúkrunarfræðingur og gædd þeirri lukku að vera fjögurra barna móðir. Maturinn sem hún eldar er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur, þó svo að hún segist að sjálfsögðu bregða einstaka sinnum útaf vananum og “sukkar smá”.

Berglind verður stödd hjá okkur á milli kl. 13- 15 og töfrar eitthvað ljúffengt fram eins og henni er einni lagið. Við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur í aðventugleðina í Epal Skeifunni.

Jólaborðið í Epal : Linda hjá Pastelpaper

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Linda Jóhannsdóttir hönnuður Pastelpaper dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 28. nóvember – 5. desember.

Linda Jóhannsdóttir hönnuður stofnaði Pastelpaper árið 2014. Undir nafninu Pastelpaper hefur hún meðal annars hannað dásamlegar illustration línur sem innihalda bæði myndir og póstkort, þrívídd messing verk og vatnslitaverk sem vakið hafa mikla athygli. Nýjasta verkefnið hennar er samstarfsverkefni með Urð, Linda myndskreytti kertið Brjóstbirta og gaf út nýja línu sem heitir Brjóst og saman stóð af 30 verkum sem unnin voru í blandaðri tækni með vatnslitum, pastelkrít og blek. Sýningin og kertið sem var partur af bleikum október var unnið fyrir Göngum Saman. Pastelpaper er þó líklega þekktast fyrir fallegu fuglana sem seldir eru víða og þar á meðal hér í Epal.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er best að mynda sér skoðun á því hvað manni langar skapa, það þarf alls ekki að vera flókið að gera fallegt hátíðarborð. Það er oft þægilegt að vinna með einhvern ákveðin stíl og þema, finna til hvað maður á heima og svo bæta kannski við fallegum hlutum sem fullkomnar lookið. Mér finnst oft gaman að finna til hluti sem eiga í raun kannski ekki “heima” á borði en gera eitthvað skemmtilegt og skapa stemningu. Á þessu borði er til dæmis lunda goggarnir frá okkur sem eru gerðir til að hengja á vegg en eru með í að gera ævintýralega stemningu.

Hvaða hlutir eru á borðinu?

Marmara plattar frá Menu, Kähler diskar, HAY hnífapör, messing diskar frá HAY sem eru í raun undirskálar, Holmegaard rauðvínsglös, bleik Iittala vatnsglös, jólaskraut frá meðal annars Ferm Living og Lyngby og svo Johan Bülow lakkrís og The Mallows sykurpúðar til að gera jólaborðið extra girnilegt.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu?

Langar helst eiga þetta allt og mun örugglega bara nota mynd af borðinu í stað óskalista þessi jólin en ef ég yrði að velja væru það messing stjakarnir frá Menu þar sem þeir eru búnir að vera á óskalistanum lengi og bleika skálin frá Lyngby.

Finnst þér best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir?

Ég reyni að vera með ákveðin stíl eða þema þegar ég skreyti, hvort sem ég sé að fara skreyta köku, borð, veislu eða heimili, þannig skapast heild og auðveldar líka valið af hlutum. Þema getur til dæmis verið út frá mynd, uppáhalds sögu, lagi eða lit.

Hvernig er stíllinn á borðinu?

Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.

“Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.”

 

Við þökkum Lindu Pastelpaper kærlega fyrir þetta hátíðlega skreytta jólaborð. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifuna og fáið hugmyndir að jólagjöfum og jólaskreytingum.

Ævintýri Tinna með Gísla Marteini í Epal Skeifunni

Gísli Marteinn fjallar um vinsælu teiknimyndabækurnar um ævintýri Tinna í Epal Skeifunni.

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn er talinn vera okkar helsti Tinna-sérfræðingur en þessi sívinsælu ævintýri eftir höfundinn Hergé komu fyrst út á íslensku árið 1971 og fjölmargar bækur fylgdu í kjölfarið. Gísli Marteinn mun fara yfir ýmsar hliðar bókaflokksins Ævintýri Tinna með gestum í Epal Skeifunni, þar má nefna kynjahlutverkin eins og þau birtast í bókunum, stjórnmálaskoðanirnar og þá fordóma sem bækurnar ala á.

Aðdáendur Tinna á Íslandi eru fjölmargir og í Epal Skeifunni má finna gott úrval af Tinna varningi og safngripum.

Verið velkomin í Epal Skeifuna, fimmtudaginn 18. október frá kl. 19:00 – 20.30. Allir velkomnir.

15% afsláttur af öllum Tinna vörum og veglegt Tinna happdrætti.

Hönnunarklassík : String hillukerfið

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni 6, og sjáðu úrvalið.

 

TILTEKT Í EPAL SKEIFUNNI DAGANA 11. – 14. MAÍ

Verið hjartanlega velkomin á tiltekt í verslun okkar í Skeifunni dagana 11.-14. maí (lokað á Uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí).

Allt að 70% afsláttur af völdum vörum og 15% afsláttur af öllum vörum sem ekki eru sérmerktar. Ekki missa af okkar sívinsælu tiltekt í Epal Skeifunni þar sem hægt er að gera ótrúlega góð kaup á fallegri hönnun.

Forútsalan verður á miðvikudaginn 9. maí á milli kl. 18 – 20.