Aðventan í Epal Skeifunni : Gestabakari, kynning & dekkað borð // 7. – 8. desember

Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni. 

Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. 

Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. 

Föstudaginn 7. desember verður Kristín Björk Þorvaldsdóttir stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Hún er einstaklega fær í eldhúsinu og töfrar fram girnilega rétti og við getum ekki beðið eftir að fylgjast með hvað hún býður okkur upp á á föstudaginn. 

Kristín verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 14-16. 

Hægt er að fylgjast með Kristínu Björk á samfélagsmiðlinum Instagram @kristinbjork76

Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu. 

Halla Bára Gestsdóttir dekkar einnig borð í hátíðarstíl, við hvetjum ykkur til að koma við og fá jólainnblástur. Borðið stendur uppi gestum til ánægju, dagana 7. desember – 12. desember.

Halla Bára er með BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ og meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Verkefni sem hún hefur unnið að á síðustu misserum eru endurbætur og innanhússhönnun á Hótel Höfn og innanhússhönnun á íbúðahótelinu The Swan House – Rætur Apartments.

Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.

Laugardaginn 8. desember verður skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal með kynningu í Epal Skeifunni á nýrri skartgripalínu sinni Crown. Hlín verður hjá okkur á milli kl. 13-15 laugardaginn 8. desember. 

Línan er fjölbreytt og falleg, tilvalin í jólapakkana. Allt skartið er handgert á vinnustofu Hlínar og fékk hún innblástur frá kórónum og er línan þessvegna heitið Crown By Hlín Reykdal. Falleg gjöf fyrir þig og þína. 

Laugardaginn 8. desember verður svo stödd hjá okkur engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir sem heldur úti einum vinsælasta matarvef landsins, Gulur, rauður, grænn og salt. 

Berglind er þekkt sem stofnandi og eigandi GRGS en er ásamt því hjúkrunarfræðingur og gædd þeirri lukku að vera fjögurra barna móðir. Maturinn sem hún eldar er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur, þó svo að hún segist að sjálfsögðu bregða einstaka sinnum útaf vananum og “sukkar smá”.

Berglind verður stödd hjá okkur á milli kl. 13- 15 og töfrar eitthvað ljúffengt fram eins og henni er einni lagið. Við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur í aðventugleðina í Epal Skeifunni.