Nýtt frá Ferm Living – Still Life gallerý box

Nýtt frá Ferm living – Still Life gallerý box í takmörkuðu upplagi.

Still Life gallerý boxið er spennandi nýjung fyrir heimilið frá vinsæla danska hönnunarmerkinu Ferm Living og inniheldur 9 teikningar sem sameina lífræn form og abstrakt list. Þessar 9 teikningar koma í takmörkuðu upplagi og aðeins gerð í 500 eintökum. Hengd upp saman, eða stakar – útbúðu þinn myndavegg með þessum einstöku veggspjöldum.

 

VÆNTANLEGT: FERM LIVING F/W

Við erum spennt að sýna ykkur myndir úr haust og vetrarlínu Ferm Living sem er væntanleg í Epal síðar í haust.

Danska hönnunarmerkið Ferm Living var stofnað árið 2005 af grafíska hönnuðinum Trine Anderson. Ferm Living hannar og framleiðir líflegar og fallegar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi. Í vöruúrvali þeirra má meðal annars finna úrval af fallegum púðum, eldhúsáhöldum, veggfóðrum og hönnun fyrir barnaherbergi.

Nýja línan er einstaklega falleg og margar spennandi nýjungar þar að finna bæði húsgögn og smávörur fyrir heimilið. Smelltu HÉR til að skoða F/W bæklinginn í heild sinni.

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum og fáðu að vita um leið og línan kemur. Instagram: epaldesign, Snapchat: epaldesign, og við erum einnig á facebook.

FERM_LIVING_IMAGE_14 FERM_LIVING_IMAGE_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_01 FERM_LIVING_IMAGE_PK_02 FERM_LIVING_IMAGE_PK_06 FERM_LIVING_IMAGE_PK_07 FERM_LIVING_IMAGE_PK_09 FERM_LIVING_IMAGE_PK_11 FERM_LIVING_IMAGE_PK_20 FERM_LIVING_IMAGE_PK_21_Closeup FERM_LIVING_IMAGE_PK_21 FERM_LIVING_IMAGE_PK_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_25 FERM_LIVING_IMAGE_PK_28_alt FERM_LIVING_IMAGE_PK_29_ALT FERM_LIVING_IMAGE_PK_31 FERM_LIVING_IMAGE_PK_34 pinthisfinal

FERM LIVING 10 ÁRA

Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living fagnar á þessu ári 10 ára afmæli sínu og gaf það út í tilefni þess afmælisbækling þar sem farið er yfir sögu Ferm Living ásamt því að vor og sumarlína Ferm Living 2016 er kynnt til sögunnar. Ýmsar spennandi nýjungar bætast við vöruúrval Ferm Living á árinu og þar má helst nefna flotta hillusamstæðu og önnur húsgögn en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að smávörum fyrir heimilið og ætlar núna að stækka við sig með fallegum húsgögnum. Einnig er vert að nefna sérstaka afmælisútgáfu af veggfóðri frá Ferm Living en fyrirtækið á velgengni sína að þakka veggfóðurslínu sem stofnandi Ferm Living, Trine Andersen kynnti á hönnunarsýningu fyrir 10 árum síðan og sló línan rækilega í gegn og kom Ferm Living á kortið. Veggfóðrið heitir Confetti og verður hægt að sérpanta það í Epal. Við mælum með því að fletta afmælisbækling Ferm living sjá hér. Línan er væntanleg í Epal, fylgist með okkur á samfélagsmiðlum til að fá fréttir frá okkur.

newsletter ss16-2 Screen Shot 2016-01-12 at 13.52.50 Screen Shot 2016-01-12 at 13.49.05 Screen Shot 2016-01-12 at 13.48.16 newsletter ss16-kids_ kopi 2

Ferm Living fæst í Epal.

FERM LIVING Á HÖNNUNARSÝNINGU Í PARÍS

Danski hönnunarframleiðandinn Ferm Living birti þessar myndir á heimasíðu sinni en þær voru teknar á hönnunarsýningunni Maison & Objet í París fyrir nokkru. Þar kynntu þeir nýju vor og sumarlínuna sína sem væntanleg er til okkar í Epal.

DSC01152DSC01162DSC01063 DSC00984 DSC01191 DSC01188 DSC01173 DSC01172 DSC01158

Vor og sumarlínan er spennandi í ár frá Ferm Living.

Myndir: Ferm Living

FERM LIVING VOR & SUMAR 2015

Það er mikið af fallegum vörum að finna í væntanlegri vor og sumarlínu frá Ferm Living. Danska hönnunarfyrirtækið birti á dögunum nýjan bækling þar sem finna má myndir af línunni en bæklingurinn veitir svo sannarlega innblástur.

Offerings-from-Ferm-Livings-Spring-Summer-2015-CollectionNeu-stoneware-and-brass-spoons-from-Ferm-Living Stamp-Tea-Towels-from-Ferm-Living Geometric-bedding-from-Ferm-Living Cut-Cushions-from-Ferm-Living urbanjunglebloggers-fermlivingSS15-2 urbanjunglebloggers-fermlivingSS15-1 Shelving-and-blocks-from-Ferm-Living fermlivingspring2015-2 5343_3 fermlivingspring2015-3

Vor og sumarlínan frá Ferm Living er mjög falleg en hægt er að skoða bæklinginn í heild sinni hér. 

Vörur sem finna má hér að ofan eru væntanlegar með vorinu, fylgist endilega með á Facebook síðunni okkar en þar birtast tilkynningar varðandi nýjungar og skemmtilega viðburði.

HAUST & VETRARLÍNA FERM LIVING

Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living birti nýlega þessar myndir af væntanlegri haust og vetrarlínu sinni fyrir árið 2014. Línan sem kemur í verslanir með haustinu er glæsileg að sjá og er án efa eftir að slá í gegn. Skemmtilegt samspil lita og geómetrísk form einkenna línuna, en hún inniheldur m.a. húsgögn og ýmsar smávörur til að skreyta heimilið.

Hægt er að skoða línuna nánar á vefsíðu Ferm Living, -hér. 

10425035_10152123629342242_6235054579542215146_n

997017_10152123628797242_6096430414812170860_n 1451413_10152123630782242_5566628414256149971_n 1795775_10152123630292242_8444165526182016481_n 10357513_10152123628142242_7147110754320142600_nAW14_newsletter1 kopi 10386269_10152123628912242_1943873565223821710_n10441019_10152123628552242_845390443836777230_n 10516845_10152123628697242_3399446813129393208_n 10534517_10152123628907242_233923349772578711_n 10552394_10152123629152242_6918437091882264689_n 10559912_10152123630947242_7089738160008526024_n 10563057_10152123630307242_4796741487751339379_n 10565118_10152123629792242_2965885177583506425_n 10568868_10152123629857242_1687907993839805588_n 10599125_10152123630932242_8483344100313846258_n 10600546_10152123630157242_1420325134110648567_nAW14_newsletter2

FERM LIVING SS14

Hér að neðan má sjá væntanlega vor og sumarlínu frá Ferm Living. Línan er mjög fjölbreytt og falleg eins og þeim er einum lagið. Við fáum línuna í verslun okkar með vorinu og munum við setja inn tilkynningu þegar vörurnar koma á facebooksíðu Epal sem finna má hér.FERM LIVING VEGGFÓÐUR

Veggfóðrin frá danska hönnunarfyrirtækinu Ferm Living eru æðislega flott og geta heldur betur hresst upp á heimilið. Innblástur veggfóðranna kemur úr ýmsum áttum, t.d. Skandinavískri náttúru, tísku, arkitektúr, flóamörkuðum og ferðalögum um heim allann. Veggfóðrin eru prentuð á WallSmart sem gerir það að verkum að mjög einfalt er að setja veggfóðrið upp. Hægt er að skoða video hvernig það er gert HÉR.

 

Litapalletta Ferm Living er falleg fyrir augað.

Þetta steypuveggfóður hefur notið mikilla vinsælda og gerir vegginn hráann og töff.

Krakkalínan er falleg, Bamba veggljósið er einnig frá Ferm Living.


Marmaraveggfóðrið er algjört æði og kemur með náttúrulegann blæ inná heimilið.

Hér að ofan má aðeins sjá brot af öllu úrvalinu, endilega skoðið heimasíðu Ferm Living HÉR og sjáið úrvalið en hægt er að panta öll veggfóður Ferm Living hjá okkur í Epal.