FERM LIVING 10 ÁRA

Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living fagnar á þessu ári 10 ára afmæli sínu og gaf það út í tilefni þess afmælisbækling þar sem farið er yfir sögu Ferm Living ásamt því að vor og sumarlína Ferm Living 2016 er kynnt til sögunnar. Ýmsar spennandi nýjungar bætast við vöruúrval Ferm Living á árinu og þar má helst nefna flotta hillusamstæðu og önnur húsgögn en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að smávörum fyrir heimilið og ætlar núna að stækka við sig með fallegum húsgögnum. Einnig er vert að nefna sérstaka afmælisútgáfu af veggfóðri frá Ferm Living en fyrirtækið á velgengni sína að þakka veggfóðurslínu sem stofnandi Ferm Living, Trine Andersen kynnti á hönnunarsýningu fyrir 10 árum síðan og sló línan rækilega í gegn og kom Ferm Living á kortið. Veggfóðrið heitir Confetti og verður hægt að sérpanta það í Epal. Við mælum með því að fletta afmælisbækling Ferm living sjá hér. Línan er væntanleg í Epal, fylgist með okkur á samfélagsmiðlum til að fá fréttir frá okkur.

newsletter ss16-2 Screen Shot 2016-01-12 at 13.52.50 Screen Shot 2016-01-12 at 13.49.05 Screen Shot 2016-01-12 at 13.48.16 newsletter ss16-kids_ kopi 2

Ferm Living fæst í Epal.