Íslensk hönnun: Hani, krummi, hundur, svín

 

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti sem gleðja bæði stóra og smáa.
Ólafur Þór og Sylvía hafa hannað snagarekka úr áli sem bera heitið Hani, krummi, hundur, svínog Hestur, mús, tittlingur. Snagarnir eru myndræn tilvitnun í hina gömlu vísu um samnefnd dýr og var fyrst kynntur á Hönnunarmars 2011.
Hani, krummi, hundur, svín,

hestur, mús, tittlingur.

Galar, krunkar, geltir, hrín,

hneggjar, tístir, syngur.

 

 

Snagarnir fást í hvítu, svörtu og gráu og eru með þremur og fjórum hönkum. Til að byrja með munu þeir fást í Epal Skeifunni, Epal design í Leifsstöð og Epal í Hörpu.

Hani, krummi, hundur svín kostar 12.900 krónur
og Hestur, mús, tittlingur kostar 11.600krónur
Snagarnir fást í þremur litum.