Keybuddy: Nýtt í Epal

Keybuddy eða Lyklavinurinn er sniðug lausn fyrir þá sem eiga annríkt líf.
Það aukast líkurnar á að týna eða gleyma lyklakippunni sinni því uppteknari sem maður er, og sumir týna lyklunum sínum oftar en aðrir. (Það eiga allir einn slíkann vin)
Keybuddy er kippa sem hönnuð er með það í huga að ef kippan glatast þá er númer vinars þíns á kippunni sem finnandinn getur haft samband við.
Ástæða þess að þú átt að setja númer vinars þíns á kippuna er sú að ef óprúttnir aðilar skildu finna kippuna þá geta þeir ekki fundið heimilisfangið þitt og haft aðgang að.
Sniðugt fyrir marga að eiga og nauðsynlegt fyrir suma:)

Falleg ljós í Epal

í Epal er gott úrval af ljósum fyrir heimilið, hér fyrir neðan má sjá Flower Pot ljósið eftir danska snillinginn Verner Panton sem hann hannaði árið 1969.
Ljósið er tímalaus klassík sem kemur í mörgum litum.
Falleg mörg saman eða bara eitt og sér.
Við þekkjum flest orðið ljósin frá Louis Poulsen hönnuð af Poul Henningsen. Hér að ofan má sjá PH 4/3 ljósið sem kemur mjög vel út fyrir ofan stofuborðið en það hefur hingað til verið afar vinsælt sem eldhúsljós hjá landanum.

Menu : Wine breather

Átt þú von á gestum um helgina?
Wine breather frá MENU er einstaklega sniðug og einföld karafla sem lætur rauðvín oxa og bætir gæði þess töluvert.
Karaflan er einföld í notkun og auðveldlega er hægt að hella víninu aftur í flöskuna fyrir þá sem vilja sýna flöskuna. Karaflan er fallega hönnuð og það er einnig gott að hella úr henni.
Þú munt finna mun á víninu og það fer ekki dropi til spillis!

Kaj Bojesen :Matarstell fyrir börnin

Þetta fallega matarstell fyrir litlu krílin er frá Kaj Bojesen.
Apinn, flóðhesturinn, fíllinn, hundurinn og hermaðurinn sameinast öll á fallega myndskreyttum diskum og bolla sem danski myndskreytarinn Thomas Warming gerði.
Tilvalið í gjöf handa yngstu kynslóðinni.

Normann Copenhagen-Chop Knife

Það er ekki oft sem að maður sér hringlaga hníf en Chop knife sem kemur frá Normann Copenhagen er skemmtilegur hnífur sem er mjög auðveldur í notkun.

Hnífurinn kemur í nokkrum litum og er flottur í hvaða eldhúsi sem er!

Kærleikskúlan 2011 eftir Yogo Ono

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2001 og eru kúlurnar því orðnar níu talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga.
Að þessi sinni er það Yoko Ono sem leggur fötluðum börnum og ungmennum lið með list sinni og ber kúlan nafnið Skapaðu þinn heim, eða Draw your own map.
Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum -eignast vini og dýrmætar minningar.
Kúlan kostar aðeins 4.500 krónur og rennur allur ágóði sölunnar til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og eru sölutímabilin tvö, frá 12-26. október og frá 5-19.desember.

Fallegt skart eftir Hildi Hafstein.

KORA eru íslenskir handunnir skartgripir hannaðir af Hildi Hafstein. Þeir eru unnir úr náttúrulegum orkusteinum og sterling silfri ásamt viðarperlum og endurunnu gömlu skarti. Steinarnir eru allir uppbyggjandi fyrir líkama og sál og gripirnir eru nærandi fyrir augu og anda.

Armböndin koma virkilega vel út mörg saman.

 

 

 

Þessir fallegu skartgripir eru innblásnir af búddískum malaböndum, menningu sígauna og tíðaranda blómabarnanna svo eitthvað sé nefnt og rennur hluti söluverðs skartgripanna til samtakanna Sól í Togo.

Rig-Tig frá Stelton

Við kynnum fyrir ykkur nýjar vörur í Epal.

Rig-Tig er nýtt merki frá hinu ástsæla gæðamerki Stelton sem finna má inná flestum heimilum á Íslandi. Rig-Tig eru umhverfisvænar vörur á góðu verði.

Smart geymsluílát fyrir eldhúsið sem standa á bambus bakka.

Stórsniðug hönnun! Carafe cleaner gerir þér kleift að hreinsa karöflur eða vasa að innan sem hingað til hefur þótt erfitt.

Sápu og heitu vatni er hellt í karöfluna og keðjan er látin ofaní. Næsta skref er að hrista karöfluna og láta keðjuna um verkið, engar rispur bara hreint gler.

Margir nota eitt af þessum áhöldum á hverjum degi. Með þessum áhöldunum fylgir haldari með innbyggðum seglum svo auðveldlega er hægt að hengja þau upp á snyrtilegann hátt.

Multi opnari

Multi skrælari/flysjari sem bíður einnig uppá það að skrúbba ávextina og grænmetið.

Sniðugir hnífar, minni hnífurinn er bæði ávaxtahnífur og skrælari.

Flottir mælibollar fyrir baksturinn

Sniðugt bökunarform sem gerir þér kleift að baka 3 kökur á sama tíma, eða jafnvel að sameina kökuna og hafa mismunandi bragð/lit í hverju hólfi?

Nútímanlegt rúllukefli sem kemur með sílikonmottu sem auðveldar vinnuna. Á mottunni eru hringir sem hægt er að fara eftir þegar verið er að rúlla í t.d pizzu. Eftir notkun er mottan geymd inní keflinu.

Verndaðu borðið fyrir heitum pottum og pönnum. Staflanlegu hitaplattarnir koma 4 saman í pakka og eru skemmtilegt eldhússkraut þegar ekki í notkun.

Appelsínukreistari fyrir þá sem vilja nýkreistann safa á morgnanna.

Sniðugt brauðbox sem nýtist einnig sem skurðarbretti.

Hér sjáið þið bara brot af línunni. Við mælum með með að kíkja við í Epal Skeifunni og skoða úrvalið!

Nanna Ditzel og One Collection

Nýlega hóf One Collection aftur framleiðslu á hinum klassíska Dennie eftir Nönnu og Jorgen Ditzel. Þau hönnuðu stólinn árið 1956 fyrir Fritz Hansen, en stóllinn hefur aldrei áður verið framleiddur í mörgum eintökum. Dennie er mjög þægilegur hægindarstóll og eigum við hann til í 2 litum.
Nanna Ditzel sem lést árið 2006 var ein helsta hönnunarstjarna Danmerkur.
Núna hefur dóttir hennar sem ber sama nafn og stóllinn, Dennie, beðið One Collection að hefja aftur framleiðslu á þessum fallega stól sem hún sat svo oft í og lét lesa fyrir sig sögur í æsku.
Nanna Ditzel hannaði einnig flottu Trinidad stólana sem sjást hér að ofan. Trinidad stólarnir eru án efa vinsælasta hönnunin hennar og eru fyrir löngu orðnir klassísk eign á skandinavískum heimilum.