Kærleikskúlan 2011 eftir Yogo Ono

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2001 og eru kúlurnar því orðnar níu talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga.
Að þessi sinni er það Yoko Ono sem leggur fötluðum börnum og ungmennum lið með list sinni og ber kúlan nafnið Skapaðu þinn heim, eða Draw your own map.
Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum -eignast vini og dýrmætar minningar.
Kúlan kostar aðeins 4.500 krónur og rennur allur ágóði sölunnar til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og eru sölutímabilin tvö, frá 12-26. október og frá 5-19.desember.