SPARAÐU 20% Á MONTANA HILLUEININGUM

Sparaðu 20% á völdum Montana hillueiningum til 15. nóvember, hægt er að velja um 26 ólíkar samsetningar og 42 liti.

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Allar Montana hillueiningar eru sérpantaðar og best er því að koma við í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni eða hafa samband við sölumann í húsgagnadeild varðandi verð og upplýsingar um afhendingartíma.

Ævintýri Tinna með Gísla Marteini í Epal Skeifunni

Gísli Marteinn fjallar um vinsælu teiknimyndabækurnar um ævintýri Tinna í Epal Skeifunni.

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn er talinn vera okkar helsti Tinna-sérfræðingur en þessi sívinsælu ævintýri eftir höfundinn Hergé komu fyrst út á íslensku árið 1971 og fjölmargar bækur fylgdu í kjölfarið. Gísli Marteinn mun fara yfir ýmsar hliðar bókaflokksins Ævintýri Tinna með gestum í Epal Skeifunni, þar má nefna kynjahlutverkin eins og þau birtast í bókunum, stjórnmálaskoðanirnar og þá fordóma sem bækurnar ala á.

Aðdáendur Tinna á Íslandi eru fjölmargir og í Epal Skeifunni má finna gott úrval af Tinna varningi og safngripum.

Verið velkomin í Epal Skeifuna, fimmtudaginn 18. október frá kl. 19:00 – 20.30. Allir velkomnir.

15% afsláttur af öllum Tinna vörum og veglegt Tinna happdrætti.

Kubbadagatal 2019 frá SANÖ Reykjavík

Kubbadagatalið vinsæla frá SANÖ Reykjavík er komið í sölu í Epal Skeifunni og Epal Kringlunni. Yfir 200 ný heilræði frá fyrra ári, eitt heilræði fyrir hvern dag. Dagatalskubburinn kemur sér og er hægt að festa hann á 6 mismunandi bakgrunna sem fylgja með kubbnum. Góð leið til að byrja daginn! Takmarkað upplag!

Verð: 3.900 kr. –

Hönnunarklassík : String hillukerfið

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni 6, og sjáðu úrvalið.