NÝTT Í EPAL: GEJST DESIGN

Við vorum að bæta við úrvalið okkar vörum frá glæsilega danska hönnunarmerkinu Gejst. 

Gejst var stofnað árið 2013 af hönnuðunum Søren Nielsen og Niels Grubak Iversen. Hugmyndin var að ögra hefðbundinni hugsun um nútíma hönnun og í kjölfarið þróa vörur sem standast tímans tönn – bæði hvað varðar efni og hönnun.

Gejst er þó meira en aðeins nafn, á dönsku þýðir orðið að vera áhugasamur og ákafur og var það einmitt eitt af grunngildum stofnunar fyrirtækisins að sögn Søren og Niels, og síast það inn í hverja hugsun og hverja vöru sem þeir framleiða.

Gejst framleiðir fallegar og endingargóðar vörur fyrir heimilið og má þar nefna viðar eldhúsrúllustanda, viðarbakka, skipulagshillur og fleira.

Verið velkomin verslun okkar í Skeifunni og sjáið úrvalið.

gejst_transmission_black

SONY DSC

gejst_flex_white_04 gejst_flex_black_03 gejst_flex_black_01 gejst_underground_black_400-1 gejst_transmission_kitchenrollholder_white_02_313 gejst_transmission_kitchenrollholder_black_01_307 gejst_transmission_cutting_board_30x40black_01_310 gejst_transmission_cutting_board_20x30brown_01_304

LJÓS ÁRSINS: PATERA FRÁ LOUIS POULSEN

Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.

Ljósið Patera hlaut til að mynda verðlaun sem ljós ársins en það var hannað af eftirsótta danska hönnuðinum Øivind Slaatto árið 2015 fyrir Louis Poulsen. Innblástur Patera sótti hönnuðurinn í Fibonacci talnarunu sem finna má víða í náttúrunni – í könglum og í myndun fræja í sólblómum til dæmis – og hefur áður veitt Leonardo da Vinci, Johan Sebastian Bach innblástur ásamt fleiri frábærum listamönnum í gegnum söguna.

Patera er 600 mm í þvermál og er til sýnis í verslun okkar í Skeifunni 6.

ikast_heidi_01 patera-13 patera-btb-interior_44louis-poulsen-ambiente-patera-01_zoom

 

PANTHELLA MINI : LOUIS POULSEN

Panthella er klassískur lampi hannaður af Verner Panton árið 1971 fyrir Louis Poulsen.  Panthella er ein vinsælasta hönnun Verner Panton og fæst bæði sem gólflampi og borðlampi.

Núna kynnir Louis Poulsen nýja útgáfu af lampanum eftir upprunalegum teikningum Verner Panton, Panthella mini sem kemur í fjölmörgum nýjum og spennandi litum, með nýjustu LED tækni og með skerm úr áli sem var upphafleg hugmynd hönnuðarins. Upprunalegi Panthella lampinn er með akrýl skermi sem hleypir birtunni fallega í gegn en vegna tæknilegra takmarkana var ekki hægt á þeim tíma að framleiða lampann með ál skermi sem var ósk Verner Panton.

Á meðan að flestir danskir arkitektar á sjötta og sjöunda áratugnum unnu mest með við og önnur náttúruleg efni skar Verner Panton sig úr hópnum og dálæti hans fyrir nýjum efnum gerði hann að sérfræðing í notkun á stáli, plasti, trefjagleri og plexígleri. Verner Panton var frumkvöðull og var einnig langt á undan sinni samtíð með hönnun sinni sem einkenndist af hringlaga og lífrænum formum.

Panthella mini fæst því núna í 8 litum sem allir eru valdir útfrá litahugmyndum Verner Panton úr síðasta verkinu hans áður en hann lést árið 1998, það var sýningin “Lyset og Farven” í Trapholt nútímalistasafninu í Kolding, Damörku. Litirnir eru gulur, rauður, fjólublár, rauður, bleikur, blár ásamt tveimur grænum litum. Panthella mini er einnig til í hvítu, svörtu ásamt hvítu með akrýl skermi.

Panthella mini er 250 mm á hæð á meðan að upprunalegi borðlampinn frá árinu 1971 er 400 mm á hæð.

Kynningarverð er 39.800 kr. – 
0628louis2_666


110916_02-900x1350 orange-panthella-mini-by-louis-poulsen panthella-mini-bord panthella-mini-designed-by-verner-panton-for-louis-poulsen panthella-mini-verner-panton-louis-poulsen-lamp-lighting-design-furniture_dezeen_1568_3 panthella-table-lamp-5_grande

 

FYRIRTÆKJAGJAFIR

Við hjá Epal hjálpum þér að velja réttu jólagjöfina fyrir þig og þitt starfsfólk.

Við bjóðum upp á sérsniðnar og vandaðar jólagjafir af öllum stærðum og gerðum, mikið úrval, gott verð, faglega ráðgjöf og fría innpökkun. 

Gefðu starfsfólkinu þínu gjöf frá frægustu hönnuðum heims. Nánari upplýsingar veitir Arna í síma 568 7733 eða : arna@epal.is

fyrirtaekjagjafirj

DESIGN LETTERS : INNBLÁSTUR

Við fáum mjög reglulega sendar skemmtilegar vörumyndir frá vinum okkar hjá Design Letters sem við megum til með að deila áfram hér á Epal bloggið.

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

Í Epal fæst frábært úrval af Design Letters vörunum, – kíktu við og sjáðu úrvalið.

september-16_2016_some1 september-16_2016_some3 september-16_2016_some4 september-16_2016_some5 september-16_2016_some6september-16_2016_some2

GEORG JENSEN JÓLAÓRÓINN 2016

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2016 er kominn í Epal og kostar 7.150 kr.-

Við hvetjum ykkur til að næla ykkur í þennan einstaka óróa fyrir jólin.

gj-weihnachten-2016

2016-christmas-mobile-magnolia-wreath-gold-plated-2 2016-christmas-mobile-magnolia-wreath-gold-plated

VILTU VINNA STACKED HILLU FRÁ MUUTO?

Stacked hillurnar frá Muuto eru ein þekktasta hönnunin þeirra en Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun.

Stacked eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt sem hlotið hefur meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Golden Lion þá aðeins 29 ára gamall en verðlaunin hlaut hann fyrir heimsins bestu tónleikahöll, fleiri verk eftir Julien má sjá hér.

Stacked eru bráðsniðugar hillur sem hægt er að raða saman á óteljandi vegu, hillurnar eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni en hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug!

20% afsláttur er af öllum pöntunum af Stacked hillum frá 20. september til 31. október.

Einnig verður skemmtileg samkeppni þar sem hægt er að vinna Stacked hillu! Raðaðu saman Stacked hillu eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni.

Sendu svo þína hugmynd á samkeppni@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

Furniture shoot

around_tables_muuto_logo Creativ Boards

Furniture shoot

Creativ Boards Creativ Boards stacked_closeup Creativ Boards Creativ Boards
muuto-heilsida-14-09

 

FORSALA Á JÓLADAGATALINU ER HAFIN

Forsalan er hafin!
Núna er hægt að forpanta sívinsæla og ljúffenga jóladagatalið 2016 frá Lakrids by Johan Bülow. Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.
Haft verður samband við þig þegar dagatalið kemur til landsins.
Smelltu HÉR til að panta þér jóladagatalið.
dagatal2016-1 28220382712_3e0e328d9f_k

ÍSLENSK HÖNNUN: SUNRISE EFTIR ÖNNU ÞÓRUNNI

Við vorum að fá til okkar glæsilega viðarbakka úr smiðju vöruhönnuðarins Önnu Þórunnar Hauksdóttur sem bera heitið Sunrise. Beðið hefur verið eftir bökkunum með mikilli eftirvæntingu en langan tíma tók að finna rétta framleiðendur og því eru það gleðifréttir að fá að kynna fyrir ykkur þessa glæsilegu viðbót í sístækkandi vöruúrval Önnu Þórunnar.

Um bakkana segir Anna Þórunn;

“Viđ erum umkringd formum hvort sem þau eru manngerđ eđa úr náttúrunni en hvert og eitt okkar les ólíkt úr þeim. Ég var að vinna með geómetrísk form og fannst mér spennandi hvað við upplifun hvert og eitt okkar form á mismunandi hátt hvort sem þau eru manngerð eða úti í náttúrunni eins og með skýin. Það sem ég les t.d. út úr bakkanum er hús sem stendur undir fjalli og sólin er að koma upp…”

bakki-minnkadur

Sunrise bakkann er hægt að nota á marga vegu, meðal annars undir skartgripi, ilmvötn og fallega smáhluti ásamt því að bakkinn er tilvalinn til að bera fram morgunkaffið, kvöldsnarlið eða undir kertastjaka á stofuborðið.

retouchee2 img_8091-2 img_8288-2

Sunrise kostar 19.900 kr. – og fæst hjá okkur í Epal.

SEBRA RÚMIÐ FRÆGA

Sebra Interiør hefur eignast einkaréttinn á upprunalega Juno rúminu og kynnir nú uppfærða útgáfu af klassíska og fallega rúminu undir nafninu Sebra rúm – rúmið sem vex með barninu.

Fræga Juno rúmið var hannað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt á árunum 1942-43. Hönnunin var tímalaus og byggð á þeirri hugmynd að rúmið ætti að vaxa með barninu og vera öruggt. Hönnun rúmsins var mjög sérstök og auðþekkjanleg og þótti einnig á þeim tíma mjög sérstakt að áherslan væri á öryggi fyrir barnið. Þetta fallega rúm varð fljótlega mjög vinsælt og er í dag talið vera danskt hönnunartákn.

9d72d950e83c5702ee82bde420250fc49924c1b10752c7fc305777743d8289ef5ad4a2e881f4bd2877fbe0be011775cbd3402f555c377405ed5bdc33aa7e0bdf

Í Danmörku er klassíska Juno rúmið einnig þekkt úr fjölda fjölskyldubíómynda, þar sem að aðalsöguhetjan átti eitt slíkt. Myndirnar voru 8 talsins og allar teknar upp á árunum 1953-1961 og eru í dag partur af dönskum menningararfi í flokki fjölskylduskemmtunar. Juno rúmið hefur haldið vinsældum sínum í áratugi og klassísk hönnun þess er enn jafn falleg og nútímaleg og þegar það var hannað á fimmta áratugnum.

“Í gegnum árin hafa margar kynslóðir keypt upprunalega Juno rúmið í nýju eða notuðu ástandi í Danmörku, og margar kynslóðir barna hafa sofið í þessu rúmi. Það er vegna þess að í dag hafa foreldrar, ömmur og afar og langömmur og langafar einstaka tengingu við þessa klassísku hönnun. Erfingjar þessa menningarlega fjársjóðs hafa valið að leyfa Sebra að halda áfram með Juno rúmið og danska hönnunararfleið, og við erum mjög stolt og þakklát fyrir það”, segir stofnandi og eigandi Sebra Interiør, Mia Dela.
388a0088d7023ac7d0075ea8fe34559a3e89010de4ef938a489232aed40a81b28e4ba7aa191013abfcbe0052d7d27ce61bd81ad8137754549bbb4284cdfa626c a0fd3a58feb23fed8e661c13aea7c7b65b43974eef4993b4ede10bd9d540f9cec026c891e8f0effd47c7638784b985a6c85e2788d58c4352a0d8dac62e88fb4d af7192b11684091d06f860d8a6fbdb8ca5aa0c0943527669fe02b87d5d8766a59e80db8bdffff281549ad19d88b2e3dfd3e3fd2527a71ac417d641d336e35050 c5782ed72b34c92b523b20c92d0d6ebda6c959ddd07d1f65adb95c040679a79321aced5028d1ba57c053e22fec02ceed26783d3897e88b1ef93caac0fcec0901

Ný útgáfa af rúminu felur í sér uppfærslu á ýmsum atriðum til að mæta núverandi öryggiskröfum barnarúma. Ásamt því var virkni rúmsins aðlöguð til að mæta núverandi kröfum foreldra.

Screen Shot 2016-09-07 at 14.31.11