FALLEG JÓLALJÓS FRÁ LE KLINT

Jólaljósin frá danska hönnunarframleiðandanum Le Klint koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið og gefa þau frá sér milda og fallega birtu. Jólaljósin eru sérstaklega falleg og lýsa upp skammdegið og koma þau einstaklega vel út sem jólaskraut í glugga. Við eigum ljósin til í verslun okkar í Epal Skeifunni, kíktu við og sjáðu frábært úrval af fallegum jólavörum.
le-klint-hearts-white le-klint-stars_2 le-klint-starsle-klint-hearts-color-mix

Jólaljósin frá Le Klint fást í Epal Skeifunni. Verð frá 14.900 kr, sjá hér.

Fylgist endilega með Epal á snapchat og á instagram til að sjá á bakvið tjöldin. Þið finnið okkur undir nafninu: epaldesign.

GEORG JENSEN JÓLAÓRÓINN 2016

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2016 er kominn í Epal og kostar 7.150 kr.-

Við hvetjum ykkur til að næla ykkur í þennan einstaka óróa fyrir jólin.

gj-weihnachten-2016

2016-christmas-mobile-magnolia-wreath-gold-plated-2 2016-christmas-mobile-magnolia-wreath-gold-plated

OMAGGIO JÓLALÍNAN FÆST Í EPAL

Omaggio jólalínan er komin í Epal! Það hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir þessari einstaklega fallegu jólalínu sem er jafnframt nýjasta viðbótin við frábært vöruúrval danska keramíkfyrirtækisins Kähler sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839. Omaggio línuna þekkið þið flest enda nýtur hún mikilla vinsælda meðal hönnunaráhugafólks um allan heim og er auðþekkjanleg af handmáluðum röndum sem koma í ótalmörgum litum. Jólalínan inniheldur litla vasa, jólakúlur og kertastjaka með silfruðum og gylltum röndum.
design-omaggio-julekugler-guld design-omaggio-lysestage-kahler_2 kahler-lysestage-soelv-omaggio_2 kahler-julekugler-omaggio-stilleben kahler-omaggio-lysestager-guld_2 lysestage-kahler-omaggio-design-soelv_2 omaggio-vaser-miniature-guld-design-kahler