Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið

Í október fór af stað einstakt átak þar sem vakin var athygli á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, prýddu ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið og sýndu fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar.

Það var Eyjólfur Pálsson, gjarnan kenndur við Epal sem stóð að baki átakinu sem ætlað var að gera fjölbreytileika íslenskrar hönnunar sýnilegar með auglýsingum á umhverfismiðlum um allt höfuðborgarsvæðið.

“Íslensk hönnun fær ekki alltaf þá athygli og virðingu sem hún verðskuldar og hef ég í gegnum tíðina reynt ýmsar leiðir til að koma henni betur á framfæri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við öll, sem seljum, hönnum, framleiðum eða einfaldlega elskum íslenska hönnun, tökum höndum saman til að styðja við þessa
mikilvægu iðngrein,“ segir Eyjólfur.

Viðtal : Hönnunarmiðstöð

60 íslenskir hönnunargripir

Ástríða Eyjólfs fyrir hönnun nær langt út fyrir hans eigin rekstur og var honum sérlega umhugað að um samvinnuverkefni væri að ræða sem endurspegli breidd íslenskrar hönnunar og fékk því Miðstöð hönnunar og arkitektúrs til liðs við sig og óskaði eftir að hún leggði til hugmyndir um fjölbreytta og fallega íslenska hönnun sem er nú þegar í sölu eða notkun.
„Úr varð ótrúlega fjölbreyttur flokkur hönnunargripa, um 60 talsins, sem varpað verður upp á skjái um allt höfuðborgarsvæðið. Hlutirnir á skiltunum munu spanna allt frá flothettum og fötum yfir í gistivagna, húsgögn og tölvuleiki,“ segir Eyjólfur og segir undirtektirnar hafa verið mjög góðar, enda ljóst að allir sem standa að eða unna íslenskri hönnun njóta góðs af því að virðing sé efld fyrir henni.

Brýn þörf á innkaupastefnu gagnvart íslenskri hönnun og framleiðslu

Eyjólfur bendir á að sýnileiki skipti máli, og ekki bara á ljósaskiltum.

„Frændur okkar, Danir, leggja til dæmis ávallt áherslu á eigin framleiðslu og hönnun í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum en hönnun er einn helsti drifkrafturinn að baki aukinni verðmætasköpun, meiri lífsgæðum, sjálfbærni og betra þjóðfélagi. Opinberar byggingar eru stolt þjóðar og eiga að endurspegla þann faglega metnað sem
við búum yfir, bæði hvað varðar listmuni og arkitektúr en ekki síður hönnunarvörur,“ segir Eyjólfur og bendir á að brýn þörf sé á innkaupastefnu gagnvart íslenskri hönnun og framleiðslu.

Það var auglýsingastofan Brandenburg sem stóð að hönnun herferðinnar en hér má sjá brot af þeim hönnunarvörum sem eru gerð skil í átakinu og við hvetjum ykkur til að hafa augun opin á ferð um höfuðborgarsvæðið næstu daga.

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Halla Bára

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður dekkaði upp glæsilegt jólaborð í Epal Skeifunni sem stendur til 1. desember.

Bókin Desember er ný bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni, Home and Delicious sem gefið hafa út bækur og tímarit um heimili, hönnun og arkitektúr síðustu ár.

Bókin er um desember, aðventuna og jólin – stemmningu, innblástur og hugmyndir fyrir þennan árstíma.

Halla Bára er með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.

Hátíð ljóss og friðar – Góð gjöf sem gefur áfram

Hátíð ljóss og friðar er boðskapur á dúnmjúku servíettunum sem eru afrakstur samstarfs Epal og Letterpress. Hluti af hverjum seldum pakka rennur til Barnaspítala Hringsins.
Servíetturnar fást eingöngu í verslunum Epal. Verð: 1.300 kr. stórar og 1.200 kr. litlar.
Gleðjum með mjúkri gjöf – hluti af hverjum seldum pakka rennur til Barnaspítala hringsins.

Jólagjafir frá Nofred

Danska hönnunarmerkið NoFred skapar falleg og vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem hvetja til samveru fjölskyldunnar. Hver vara er hönnuð með það í huga að heilla jafnt fullorðna sem börn og hefur þann eiginleika að falla vel að innréttingum heimilisins – og gerir það að verkum að vörurnar fá sín notið í fleiri rýmum en barnaherberginu einu. Með tímalausa hönnun, óaðfinnanleg gæði og framúrskarandi handverk munu NoFred vörurnar fara kynslóða á milli.

NoFred fæst í Epal Skeifunni.

20% afsláttur af Auping rúmum dagana 11. – 13. nóvember

Auping eru umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og þægindi. Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk hágæða rúm sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Með yfir 130 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni og vinnuvistfræði tryggir Auping að veita hágæða svefn og fallega, nútímalega hönnun með virðingu fyrir umhverfinu.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun. Einnig vinnur Auping í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C). 

Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Five Oceans – umhverfisvænar og öflugar hreinsivörur

Five Oceans er nýtt og spennandi vörumerki í Epal sem er einstaklega umhverfisvænt og samanstendur af öflugum þvotta- og hreinsivörum fyrir heimilið sem eru betri fyrir umhverfið.

Five Oceans hreinsivörurnar eru gerðar úr náttúrulegum og niðurbrjótanlegum hráefnum og þróaðar með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Five Oceans er splunkuný græntækni sem þróuð var til að framleiða þvotta- og hreinsivörur sem eru jafn virkar og aðrar leiðandi hreinsivörur á markaðnum en með minni áhrifum á vistkerfi hafsins.

Vörurnar eru vegan, ekki prófaðar á dýrum og eru umbúðir gerðar úr 100% endurunnu plasti.

Five Oceans vörulínan samanstendur af ýmsum hreinsiefnum fyrir heimilið, þvottinn og hendur.

Mælingar sýna að þegar hreinsiefni frá Five Oceans skila sér út í hafið þarf 10 lítra af hreinum sjó til að hlutleysa efnin á meðan hefðbundin hreinsiefni á markaðnum þurfa um 11.600 lítra að meðaltali.

Five Oceans virka jafn vel og önnur sterkari hreinsiefni en eru betri fyrir umhverfið!

Kynntu þér Five Oceans í vefverslun Epal

Calmo sófar frá Fredericia á 20% afslætti

Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á glæsilegum Calmo sófum frá Fredericia. 20% afsláttur af Calmo sófum sem gildir til 1. desember 2021.

Fredericia Furniture er danskur húsgagnaframleiðandi með sögu sem nær aftur til ársins 1911. Fredericia framleiðir hágæða húsgögn með áherslu á handverk og þá fagurfræði sem dönsk húsgagnahönnun er þekktust fyrir. Kynntu þér Calmo sófana hjá okkur í Epal Skeifunni.