20% afsláttur af Auping rúmum dagana 11. – 13. nóvember

Auping eru umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og þægindi. Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk hágæða rúm sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Með yfir 130 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni og vinnuvistfræði tryggir Auping að veita hágæða svefn og fallega, nútímalega hönnun með virðingu fyrir umhverfinu.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun. Einnig vinnur Auping í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C). 

Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig.