HEIMSÓKN FRÁ JENSEN UM HELGINA & AFSLÁTTUR

Við fáum til okkar góða gesti um helgina, 31. maí – 2. júní. Fritz Hansen, Montana, Carl Hansen og Jensen. 10-15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum frá þessum söluaðilum um helgina.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

ÚTSKRIFTIR // 2018

Ert þú að leita að útskriftargjöf? Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið, þú finnur úrval af fallegri gjafavöru í verslunum okkar sem staðsettar eru í Skeifunni, Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu. / ásamt Keflavíkurflugvelli.

BRÚÐARGJAFALISTAR EPAL

Epal gefur fyrstu gjöfina.
Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni.
Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina ásamt afsláttarkóða sem gildir í vefverslun Epal. Gjöfin er glæsileg og inniheldur fallega Rigtig karöflu, Lyngby vasa, Skandinavisk ilmkerti mini og Love lakkrís.

MÆÐRASTYRKSKERTIÐ – 2018

Mæðrastyrkskertið 2018 fæst í Epal – með kaupum á kertinu styrkir þú efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Kertin eru hönnuð af Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði. Kertin eru fimm talsins, með mismunandi leyniskilaboðum tileinkuð mæðrum.

Verð: 3.000 kr. og rennur allur ágóði til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

TILTEKT Í EPAL SKEIFUNNI DAGANA 11. – 14. MAÍ

Verið hjartanlega velkomin á tiltekt í verslun okkar í Skeifunni dagana 11.-14. maí (lokað á Uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí).

Allt að 70% afsláttur af völdum vörum og 15% afsláttur af öllum vörum sem ekki eru sérmerktar. Ekki missa af okkar sívinsælu tiltekt í Epal Skeifunni þar sem hægt er að gera ótrúlega góð kaup á fallegri hönnun.

Forútsalan verður á miðvikudaginn 9. maí á milli kl. 18 – 20.

 

HÖNNUNARKLASSÍK: ANGLEPOISE LAMPINN

Klassíski Anglepoise lampinn var upphaflega hannaður árið 1932 af breska hönnuðinum George Carwardine og höfum við nú fengið þessa glæsilegu lampa í sölu hjá okkur í Epal.

Anglepoise lampinn er hönnunarklassík sem flestir kannast við og eru upprunalegu Anglepoise lamparnir partur af varanlegu safni Victoria & Albert listasafninu í London, ásamt því að Anglepoise Original 1227 lampinn var partur af klassískri hönnunarseríu sem prentuð var á frímerki gefin út af Royal Mail árið 2009.

Anglepoise lamparnir koma í fjölmörgum útgáfum og litum; borðlampar, vegglampar, gólflampar og loftljós svo allir ættu að geta fundið einn við sitt hæfi. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið!