HÖNNUNARKLASSÍK: ANGLEPOISE LAMPINN

Klassíski Anglepoise lampinn var upphaflega hannaður árið 1932 af breska hönnuðinum George Carwardine og höfum við nú fengið þessa glæsilegu lampa í sölu hjá okkur í Epal.

Anglepoise lampinn er hönnunarklassík sem flestir kannast við og eru upprunalegu Anglepoise lamparnir partur af varanlegu safni Victoria & Albert listasafninu í London, ásamt því að Anglepoise Original 1227 lampinn var partur af klassískri hönnunarseríu sem prentuð var á frímerki gefin út af Royal Mail árið 2009.

Anglepoise lamparnir koma í fjölmörgum útgáfum og litum; borðlampar, vegglampar, gólflampar og loftljós svo allir ættu að geta fundið einn við sitt hæfi. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið!