Louis Poulsen 3/2 “The Water Pump” í takmörkuðu upplagi

Louis Poulsen kynnir PH 3/2 standlampann “The Water Pump”. Framleiddur í takmörkuðu upplagi og var upphaflega hannaður á sjötta áratugnum. Skermurinn er gerður úr munnblásnu ítölsku gulu gleri, hann stendur á fallegum messing fæti og er áletraður.

Lampinn verður aðeins í sölu í þrjá mánuði, frá 1. október til 31. desember 2019 og því um sannkallaðann safngrip að ræða.

HÖNNUNARKLASSÍK: ANGLEPOISE LAMPINN

Klassíski Anglepoise lampinn var upphaflega hannaður árið 1932 af breska hönnuðinum George Carwardine og höfum við nú fengið þessa glæsilegu lampa í sölu hjá okkur í Epal.

Anglepoise lampinn er hönnunarklassík sem flestir kannast við og eru upprunalegu Anglepoise lamparnir partur af varanlegu safni Victoria & Albert listasafninu í London, ásamt því að Anglepoise Original 1227 lampinn var partur af klassískri hönnunarseríu sem prentuð var á frímerki gefin út af Royal Mail árið 2009.

Anglepoise lamparnir koma í fjölmörgum útgáfum og litum; borðlampar, vegglampar, gólflampar og loftljós svo allir ættu að geta fundið einn við sitt hæfi. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið!

 

 

 

FRÁBÆRT TILBOÐ Á CARAVAGGIO BORÐLAMPA

Við kynnum frábært tilboð á Caravaggio borðlampanum frá Lightyears sem hannaður var af Cecilie Manz og er enn ein viðbótin við “íkonísku” Caravaggio línuna sem kynnt var fyrst árið 2005. Lampinn er fullkomin viðbót við hvaða skrifborð sem er, náttborð eða hliðarborð. Einföld og klassísk hönnun hans ásamt litavali gerir Caravaggio borðlampanum kleift að falla inn í hvaða umhverfi sem er.

Lampanum er hægt að snúa í 260 gráður og er hann einnig með þriggja stiga snerti dimmer.

Við bjóðum nú tilboð á Caravaggio borðlampanum í hvítu, svörtu og gráu og kostar hann 39.800 kr. Tilboðið stendur til 31. ágúst 2017. (Verð áður 54.900 kr.)

 

GYLLT AFMÆLISÚTGÁFA AF TOLOMEO LAMPANUM FRÆGA

Tolomeo lampinn var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986 fyrir ítalska hönnunarframleiðandann Artemide. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn. Í tilefni af 30 ára afmæli Tolomeo lampans kynnum við sérstaka afmælisútgáfu í gylltu!

Þennan glæsilega safngrip er hægt að skoða í verslun okkar í Skeifunni 6.

Verð: 25.800 kr. / 37×46 cm.

Hér að neðan má sjá upprunalega Tolomeo lampann í gráu.

KOPAR BORÐLAMPI LOUIS POULSEN – TAKMARKAÐ UPPLAG

Louis Poulsen kynnti á síðasta ári koparlampann Ph 3½-2½ í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen en fyrir það höfðu þeir einnig gefið út koparútgáfu af ljósinu PH 3½ -3. Bæði lampinn og loftljósið hafa hlotið gífurlega góðar viðtökur enda um að ræða einstaka hönnunarvöru sem aðeins var framleidd í takmörkuðu upplagi.

Með koparlampanum fylgja tveir skermar, einn úr gleri og annar úr kopar svo hægt er að skipta um og breyta útliti lampans á auðveldan hátt. Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar.

Enn eigum við til örfá eintök af lampanum og látum við nokkrar myndir fylgja af þessum glæsilega grip, -sjón er sögu ríkari!

PH_203_20kobber_20bord-m2media-21999179-ph-35-25-kobber-bord-int-19media-21999188-ph-35-3-copper-table_detail_copper-top_03-mkamedia-21999173-ph-35-25-kobber-bord-int-02media-21999176-ph-35-25-kobber-bord-int-11 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 PH_203_20kobber_20bord-m5media-21999181-ph-35-25-kobber-bord-int-20 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og kynnið ykkur betur þessa fallegu hönnun.