GYLLT AFMÆLISÚTGÁFA AF TOLOMEO LAMPANUM FRÆGA

Tolomeo lampinn var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986 fyrir ítalska hönnunarframleiðandann Artemide. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn. Í tilefni af 30 ára afmæli Tolomeo lampans kynnum við sérstaka afmælisútgáfu í gylltu!

Þennan glæsilega safngrip er hægt að skoða í verslun okkar í Skeifunni 6.

Verð: 25.800 kr. / 37×46 cm.

Hér að neðan má sjá upprunalega Tolomeo lampann í gráu.