Íslensk-dönsk hönnun frá Cane-line vinnur þýsku hönnunarverðlaunin

Það gleður okkur að tilkynna að Choice stóllinn sem hannaður er af íslensk-danska hönnunarteyminu Welling/Ludvik hefur unnið þýsku hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi húsgagn.
Choice stóllinn vekur athygli sem fjölhæfur stóll sem hannaður er með glæsileika og sjálfbærni í huga. Skelin er framleidd úr 98% endurunnu PP plastefni og auðvelt er að skipta um áklæði og fætur þar sem ekkert lím er notað, og því hægt að aðlaga Choice að hvaða umhverfi sem er. 

Kynntu þér betur Choice stólinn hér: www.cane-line.com/collections/choice

Jólahreingerning með Humdakin

Jólin eiga að vera uppfull af góðri samveru og ljúffengum mat. Það er eitthvað töfrandi við jólin, en fyrir marga geta þau líka verið stressandi tími. Jólahreingerningin er enn fastur liður í jólaundirbúningi marga, þó misjafnt sé hvaða merkingu sú athöfn hefur fyrir hvern og einn. Að gera allsherjar hreingerningu korter í jól er þó vonandi liðin tíð hjá flestum og við getum átt gleðileg jól án þess að heimilið sé endilega skínandi hreint.

Camilla frá Humdakin lumar þó alltaf á góðum ráðum til að gera þrifin bæði einföld og skemmtilegri.

„Besta ráðið er að gera heimilisþrif sem hluta af okkar daglega lífi. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu frekar en að þrífa allt heimilið í einu því þannig verður verkefnið oft óviðráðanlegra heldur en ef þú heldur heimilinu hreinlegu og snyrtilegu á hverjum degi.“

Vörurnar frá Humdakin eru hannaðar með það í huga að þær séu til sýnis á heimilinu, t.d. við hliðina á eldhúsvaskinum. Þannig virka þær sem dagleg áminning að taka jafnvel snögg eldhúsþrif á meðan maturinn er í ofninum með því að strjúka af yfirborðum.

  • Gerðu jólahreingerninguna ánægjulegri með því að fá fjölskylduna til að taka þátt, því fleiri – því auðveldara. Skipulegðu verkin eftir hverju rými fyrir sig. Best er að kveikja á uppáhalds tónlistinni á meðan.
  • Hreinsaðu út – best er að ganga frá hverjum hlut á sinn stað til að auðvelda aðgengi fyrir þrifin. Byrjaðu á því að ryksuga allt vel og opnaðu út á meðan fyrir ferskt og hreint loft.
  • Ryksugaðu alltaf áður en þú þurrkar af. Ryksugan þyrlar upp ryki þannig að gott er að lofta út á meðan og eftir að þú hefur ryksugað.
  • Haltu heimilinu hreinu með því að þurrka létt af öllu yfirborði 1-2 sinnum í viku.
  • Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni. Humdakin vörurnar eru góðar fyrir umhverfið og án aukaefna ásamt parabena.
  • Þvoðu rúmfötin með Humdakin þvottaefni og mýkingarefni – fyrir hreinan, mildan og ferskan ilm. Þú hreinlega verður að prófa þessa! Skiptu um rúmföt að minnsta kosti einu sinni á 14 daga fresti og þvoðu rúmfötin að lágmarki við 60°.
  • Nýjar og fallegar handsápur og handáburður. Humdakin sápurnar og handáburðir eiga það sameiginlegt að vera í fallega hönnuðum umbúðum sem setja punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Hendurnar verða mjúkar og ilmandi.

„Við trúum því að snyrtilegt heimili veiti hugarró og þessvegna hvetjum við frekar til að halda hreinu í stað þess að þrífa.“

Smelltu hér til að skoða vöruúrval Humdakin

Snilldar flokkunartunnur frá Joseph Joseph

Joseph Joseph er eitt af okkar uppáhalds vörumerkjum og hafa þau hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína þar sem þeim hefur tekist á snilldarlegan hátt að sameina notagildi og góða hönnun.

Hér er enn ein snilldin frá Joseph Joseph hönnunarmerkinu sívinsæla en það eru Tota þvottaflokkunarkörfur. Það er bæði auðvelt að flokka þvott og auðvelt að tæma með Tota þvottaflokkunarkörfunni sem til er með tveimur eða þremur hólfum til að aðskilja þvottinn, og er með fjarlægjanlegum taupokum til að tæma þvottinn á áreynslulausan hátt.

Kíktu á úrvalið í vefverslun Epal.is. 

Tæklaðu einnig endurvinnsluna með Totem flokkunartunninni frá Joseph Joseph!

Totem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundin ruslafata gerir. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna. Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal. 

Nýtt – Bókin „Myndlist á heimilum“

Bókin „Myndlist á heimilum“ sýnir yfir 450 myndlistarverk á 21 heimili á Íslandi. Bókin sem er í stóru broti inniheldur ljósmyndir af listaverkum sem hafa endað á heimilum safnara, listamanna og áhugafólks um myndlist. Hún er hluti af seríu fyrri bóka sem Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hafa gefið út og byggja á hugmyndinni um heimilið og þeirri persónulegu sköpun sem þar fer fram þegar fólk setur saman umhverfi sitt. Í þessari bók er sjónum beint að heimilinu og myndlistinni og hversu sterk áhrif hún hefur í því að segja sögu fólksins sem þar býr. Í starfi Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurðar Atla Sigurðssonar hjá Y gallery, hafa þau orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast mörgu af þessu fólki og tengja það við myndlistarmenn, en þannig uppgötvuðu þau mörg þeirra einkasafna sem birtast í bókinni.

Nældu þér í eintak í vefverslun Epal eða komdu við í verslunum okkar.