Snilldar flokkunartunnur frá Joseph Joseph

Joseph Joseph er eitt af okkar uppáhalds vörumerkjum og hafa þau hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína þar sem þeim hefur tekist á snilldarlegan hátt að sameina notagildi og góða hönnun.

Hér er enn ein snilldin frá Joseph Joseph hönnunarmerkinu sívinsæla en það eru Tota þvottaflokkunarkörfur. Það er bæði auðvelt að flokka þvott og auðvelt að tæma með Tota þvottaflokkunarkörfunni sem til er með tveimur eða þremur hólfum til að aðskilja þvottinn, og er með fjarlægjanlegum taupokum til að tæma þvottinn á áreynslulausan hátt.

Kíktu á úrvalið í vefverslun Epal.is. 

Tæklaðu einnig endurvinnsluna með Totem flokkunartunninni frá Joseph Joseph!

Totem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundin ruslafata gerir. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna. Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.