Jólahreingerning með Humdakin

Jólin eiga að vera uppfull af góðri samveru og ljúffengum mat. Það er eitthvað töfrandi við jólin, en fyrir marga geta þau líka verið stressandi tími. Jólahreingerningin er enn fastur liður í jólaundirbúningi marga, þó misjafnt sé hvaða merkingu sú athöfn hefur fyrir hvern og einn. Að gera allsherjar hreingerningu korter í jól er þó vonandi liðin tíð hjá flestum og við getum átt gleðileg jól án þess að heimilið sé endilega skínandi hreint.

Camilla frá Humdakin lumar þó alltaf á góðum ráðum til að gera þrifin bæði einföld og skemmtilegri.

„Besta ráðið er að gera heimilisþrif sem hluta af okkar daglega lífi. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu frekar en að þrífa allt heimilið í einu því þannig verður verkefnið oft óviðráðanlegra heldur en ef þú heldur heimilinu hreinlegu og snyrtilegu á hverjum degi.“

Vörurnar frá Humdakin eru hannaðar með það í huga að þær séu til sýnis á heimilinu, t.d. við hliðina á eldhúsvaskinum. Þannig virka þær sem dagleg áminning að taka jafnvel snögg eldhúsþrif á meðan maturinn er í ofninum með því að strjúka af yfirborðum.

  • Gerðu jólahreingerninguna ánægjulegri með því að fá fjölskylduna til að taka þátt, því fleiri – því auðveldara. Skipulegðu verkin eftir hverju rými fyrir sig. Best er að kveikja á uppáhalds tónlistinni á meðan.
  • Hreinsaðu út – best er að ganga frá hverjum hlut á sinn stað til að auðvelda aðgengi fyrir þrifin. Byrjaðu á því að ryksuga allt vel og opnaðu út á meðan fyrir ferskt og hreint loft.
  • Ryksugaðu alltaf áður en þú þurrkar af. Ryksugan þyrlar upp ryki þannig að gott er að lofta út á meðan og eftir að þú hefur ryksugað.
  • Haltu heimilinu hreinu með því að þurrka létt af öllu yfirborði 1-2 sinnum í viku.
  • Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni. Humdakin vörurnar eru góðar fyrir umhverfið og án aukaefna ásamt parabena.
  • Þvoðu rúmfötin með Humdakin þvottaefni og mýkingarefni – fyrir hreinan, mildan og ferskan ilm. Þú hreinlega verður að prófa þessa! Skiptu um rúmföt að minnsta kosti einu sinni á 14 daga fresti og þvoðu rúmfötin að lágmarki við 60°.
  • Nýjar og fallegar handsápur og handáburður. Humdakin sápurnar og handáburðir eiga það sameiginlegt að vera í fallega hönnuðum umbúðum sem setja punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Hendurnar verða mjúkar og ilmandi.

„Við trúum því að snyrtilegt heimili veiti hugarró og þessvegna hvetjum við frekar til að halda hreinu í stað þess að þrífa.“

Smelltu hér til að skoða vöruúrval Humdakin