Jólagjafir fyrir börnin frá NoFred

Gefðu gjöf sem endist.

Danska hönnunarmerkið NoFred býður upp á úrval af einstaklega fallegum og vönduðum húsgögnum og smávörum fyrir börn sem hvetja til samveru fjölskyldunnar. Hver vara er hönnuð með það í huga að heilla jafnt fullorðna sem börn og hefur þann eiginleika að falla vel að innréttingum heimilisins, og gerir það að verkum að vörurnar fá sín notið í fleiri rýmum en barnaherberginu einu. Með tímalausa hönnun, óaðfinnanleg gæði og framúrskarandi handverk munu NoFred vörurnar ganga kynslóða á milli.

NoFred fæst í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is

 

Jólaóróinn 2023 frá Georg Jensen

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2023 er fáanlegur í verslunum Epal og kostar 8.350 kr. og er hannaður af Sanne Lund Traberg. Óróanum fylgir bæði hvítur borði ásamt klassískum rauðum borða. Við viljum einnig vekja athygli á því að hægt er að versla jólaóróann tollfrjálst í verslun Epal á Keflavíkurflugvelli.

Smelltu hér til að versla í vefverslun Epal.is

Jólaóróinn 2023

Sofandi dádýr sem hjúfrar sig undir trjágreinar er jólaórói Georg Jensen 2023. Hannaður af Sanne Lund Traberg sem sótti innblástur í töfra árstíðanna. Jólaóróinn er húðaður 18 karata gulli og kemur með tveimur borðum, einum rauðum og öðrum grænum.

30 ára afmælisútgáfa

Á hverju ári gefur Georg Jensen út 30 ára afmælisútgáfu jólaóróans og í ár er endurútgefinn glæsilegur gullhúðaður órói frá árinu 1993 eftir listamanninn Flemming Eskildsen. 30 ára afmælisútgáfan kemur með sérmerktum rauðum borða.

 

 

Nýtt í sælkeradeildinni! Gridelli er girnilegt ítalskt sælkeramerki

Saga þekkta ítalska sælkeramerkisins Gridelli hófst í litla þorpinu San Mauro Pascoli á Ítalíu fyrir um þrjátíu árum síðan.
Gridelli fangar kjarna ósvikinnar ítalskrar matargerðar með áherslu á gæða handvalið hráefni og ekta bragð þar sem hver vara er unnin af ást. Gridelli er frábært sælkeramerki með úrvals lífrænar vörur sem bæði er hægt að nota í matseld og bakstur.
Kannaðu heim Gridelli og dekraðu við þig með sinfóníu bragðtegunda sem mun flytja þig til hjarta Ítalíu.
Buon appetito! Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is

Heimsókn frá Fredericia dagana 16. – 18. nóvember

Dagana 16. – 18. nóvember bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Fredericia.

Ein þekktasta hönnun Børge Mogensen er spænski stóllinn sem hann hannaði fyrir Fredericia árið 1958. Á ferðalagi um Spán kom Børge Mogensen auga á klassískan spænskan stól. Einkennandi voru breiðir armar. Þau einkenni yfirfærði hann síðan á eigin hönnun og þaðan dregur stóllinn nafn sitt. Lág sethæð og breiðir armar eru hugsaðir til þess að ná fram sem bestri hvíld, helst með drykk við hönd.

“My goal is to create items that serve people and give them the leading role. Instead of forcing them to adapt to the items“. – Børge Mogensen.

Einn þekktasti borðstofustóllinn frá Fredericia er J39, eða ,,Folkestolen“ sem var fyrst kynntur til sögunnar árið 1947. ,,Einfaldleiki, notagildi og gæði“ voru einkunnarorð Børge Mogensen við hönnun J39.

Einn glæsilegasti hægindarstóll frá Fredericia er OX Chair / Uxinn sem hannaður var af Hans J. Wegner árið 1960. Wegner sótti innblástur í abstrakt verk Picasso við hönnun stólsins. Wegner hannaði yfir 500 stóla á starfsævi sinni og var Uxinn einn af hans uppáhaldsstólum.  “A chair should have no back side. It should be beautiful from all sides and angles“. – Hans J. Wegner.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér heim Fredericia.

Sjáðu jólagjafahandbók Epal – yfir 200 hugmyndir

Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár.

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Smelltu á hlekkinn til að skoða jólagjafahandbókina 

 

Þetta og svo miklu meira í Jólagjafahandbók Epal.