Jólagjafir fyrir börnin frá NoFred

Gefðu gjöf sem endist.

Danska hönnunarmerkið NoFred býður upp á úrval af einstaklega fallegum og vönduðum húsgögnum og smávörum fyrir börn sem hvetja til samveru fjölskyldunnar. Hver vara er hönnuð með það í huga að heilla jafnt fullorðna sem börn og hefur þann eiginleika að falla vel að innréttingum heimilisins, og gerir það að verkum að vörurnar fá sín notið í fleiri rýmum en barnaherberginu einu. Með tímalausa hönnun, óaðfinnanleg gæði og framúrskarandi handverk munu NoFred vörurnar ganga kynslóða á milli.

NoFred fæst í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is