Room Copenhagen er nýtt og frábært hönnunarfyrirtæki sem við vorum að taka inn í Epal. Þau framleiða Pantone Universe, Lego og Paul Frank vörur fyrir heimilið.
Í yfir 50 ár hefur Pantone verið leiðandi litakerfi í heiminum. Room Copenhagen hefur í samstarfi við Pantone og Knud Holscher Design studio hannað línu af litríkum vörum undir nafninu Pantone Universe fyrir heimilið eða skrifstofuna, í þínum uppáhalds lit.
Smekklegt við morgunverðarborðið.
Undir osta, ólívur og annað góðgæti.
Á skrifborðið og undir smáhluti.
Á baðherbergið undir sápu, einnig sniðugt til að leggja frá sér skart.
Einnig eru Lego vörurnar nýjar hjá okkur í Epal og hafa þær fengið frábærar móttökur.
Skemmtileg hönnun frá Room Copenhagen.