NÝTT : KOLLUR FRÁ OK DESIGN

Þessir litríku og skemmtilegu kollar komu nýlega á markað frá danska hönnunarfyrirtækinu OK Design. Þeir passa vel við Acapulco og Condesa stólana sem fyrirtækið er frægast fyrir, en stólarnir ásamt kollunum eru framleiddir í úthverfi í Mexico City þar sem atvinnuleysi, eiturlyf og ofbeldi er daglegt líf fólks. OK Design er því stolt af því að með velgengni sinni hafa þau getað boðið ungu fólki sem var komið á götuna, vinnu í heilbrigðu umhverfi á sanngjörnum launum. Þess má geta að Acapulco stóllinn dregur nafn sitt af Acapulco flóanum í Mexíkó sem var frægur um 1940 meðal helstu Hollywood stjarna t.d. Elvis Presley og John Wayne, en stóllinn fór fyrst í framleiðslu um árið 1950.


Centro kollarnir koma í nokkrum litum.

 Hægt er að kynna sér frekar hönnunarfyrirtækið OK Design á vefsíðu þeirra HÉR.