FRÁBÆRT TILBOÐ Á CARAVAGGIO BORÐLAMPA

Við kynnum frábært tilboð á Caravaggio borðlampanum frá Lightyears sem hannaður var af Cecilie Manz og er enn ein viðbótin við “íkonísku” Caravaggio línuna sem kynnt var fyrst árið 2005. Lampinn er fullkomin viðbót við hvaða skrifborð sem er, náttborð eða hliðarborð. Einföld og klassísk hönnun hans ásamt litavali gerir Caravaggio borðlampanum kleift að falla inn í hvaða umhverfi sem er.

Lampanum er hægt að snúa í 260 gráður og er hann einnig með þriggja stiga snerti dimmer.

Við bjóðum nú tilboð á Caravaggio borðlampanum í hvítu, svörtu og gráu og kostar hann 39.800 kr. Tilboðið stendur til 31. ágúst 2017. (Verð áður 54.900 kr.)

 

EINSTÖK ÚTGÁFA SJÖUNNAR Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI

Danski hönnunarframleiðandinn Fritz Hansen valdi liti ársins 2017 á klassísku Sjöurnar sem hannaðar voru af Arne Jacobsen árið 1955. Þessar sérstöku útgáfur af Sjöunni koma í takmörkuðu upplagi og kemur skelin í tveimur litum, ljósum pastel bleikum og djúprauðum lit sem innblásnir voru af japanska Sakura blóminu sem blómstrar á vorin og fegrar umhverfi sitt.

2017 útgáfa Sjöunnar er með rósagullhúðuðum fótum og vekur því mikla eftirtekt

GARÐURINN FRAMLENGING Á STOFUNNI

Þessi grein birtist upphaflega í Morgunblaðinu 27.5.2017. Viðtalið skrifaði Ásgeir Ingvarsson

 

“Heims­ins fræg­ustu hönnuðir eru farn­ir að bjóða upp á garðhús­gögn sem eru bæði fal­leg og þægi­leg. Auka­hlut­ir eins og lukt­ir og púðar fullkomna huggu­leg­heit­in. Íslend­ing­ar leggja mikið upp úr því að inn­rétta heim­ili sín fal­lega. Þjóðin kann að meta vandaða hönn­un­ar­vöru og fylg­ist vel með stefn­um og straum­um í hús­gagna­hönn­un.

Kjart­an Páll Eyj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Epal, seg­ir að með batn­andi veðurfari og breytt­um áhersl­um sé land­inn far­inn að verja meiri tíma í garðinum og úti á svöl­um, og fyr­ir vikið far­inn að leggja áherslu á að skapa smekk­lega um­gjörð utan um fjöl­skyld­una ut­an­dyra rétt eins og inn­an­dyra. Um leið eru heimsþekkt­ir hús­gagna­hönnuðir farn­ir að veita garðinum meiri at­hygli og með nýj­um efn­um hef­ur þeim gef­ist tæki­færi til að hanna glæsi­leg borð, stóla og jafn­vel heilu sófa­sett­in sem þola vel að vera und­ir ber­um himni all­an árs­ins hring.

Stofa í garðinum

Að sögn Kjart­ans er garðpall­ur­inn á sum­um heim­il­um orðinn eins og smekk­lega hönnuð stofa. „Þar eru ekki bara borð og fjór­ir stól­ar til að borða sam­an grill­mat­inn, held­ur legu­bekk­ir, sóf­ar, hliðar­borð, og sól­hlíf­ar.“

Epal flyt­ur inn garðhús­gögn frá danska fram­leiðand­an­um Cane-line, þar á meðal hús­gögn eft­ir ís­lensk-danska hönnuðat­eymið Hee Well­ing og Guðmund Lúðvík. „Marg­ir gera sér ekki grein fyr­ir að hægt er að fá ís­lenska hönn­un í garðinn og oft upp­veðrast viðskipta­vin­ir okk­ar þegar við segj­um þeim að þessi fal­legu hús­gögn séu eft­ir Íslend­ing.“

Hús­gögn­in sem þeir Hee og Guðmund­ur hafa hannað eru stíl­hrein og búa yfir mikl­um létt­leika. „Eins og aðrir hönnuðir fal­legra garðhús­gagna leit­ast þeir við að gera hús­gögn sem sam­eina feg­urð og nota­gildi. Líkt og í stof­unni vill fólk að rými fjöl­skyld­unn­ar í garðinum sé fal­legt en líka þægi­legt enda staður til að verja löng­um gæðastund­um sam­an.“

Bend­ir Kjart­an sér­stak­lega á litlu hjóla­borðin eft­ir Well­ing/​Ludvik. Hann seg­ir að þegar farið er út á pall vilji flest­ir sækja eitt­hvað gott mat­arkyns í eld­húsið og hent­ugt að hafa fær­an­legt borð und­ir t.d. nokkra osta, kex og jan­vel flösku af víni. „Hjóla­borðið er hent­ug lausn, en er líka svo vel heppnuð hönn­un að það sóm­ir sér vel í stof­unni árið um kring.“

Hugað að heild­ar­mynd­inni

Flest­ir vita að til að inn­rétta heim­ili fal­lega þarf margt að passa sam­an. Arki­tekt­úr húss­ins, stærð her­bergj­anna, staðsetn­ing glugga og val á gól­efni og glugga­tjöld­um get­ur haft mikið að segja um hvers kon­ar hús­gögn­um er best að raða í hvert rými. Í garðinum gild­ir það sama, og þarf að huga að heild­ar­mynd­inni og sam­spili garðhús­gagn­anna við um­hverfi sitt.

Seg­ir Kjart­an að garðar og sval­ir geti verið mjög breyti­leg. „Sums staðar er mikið notað af viði, en á öðrum heim­il­um er grjót eða gras í aðal­hlut­verki. Hús­gögn­in og hönn­un garðsins verður að geta myndað eina heild.“

Skemmti­leg­ast er ef hægt er að tengja sam­an hönn­un­ina innn­dyra og ut­an­dyra og al­gengt í dag að arki­tekt­ar hanni stof­ur og garða þannig að opna má á milli. „Á mínu heim­ili er t.d. stór og mik­il hurð frá svöl­un­um út í garðinn og þegar veðrið er gott er hægt að opna upp á gátt og stækka húsið út á pall­inn.“

EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST CH23 STÓL HANS J. WEGNER

Við kynnum einstakt tilboð á árituðum CH23 stól Hans J. Wegner í tilefni endurkomu hans. Tilboðið stendur aðeins í einn dag, þann 16. júní og kostar stóllinn 53.500, -kr.

CH23 stóllinn er einn fyrsti stóllinn sem Hans J. Wegner hannaði fyrir Carl Hansen & Søn árið 1950 og fékk strax góðar viðtökur, þrátt fyrir það hefur stóllinn ekki verið í framleiðslu síðustu fimm áratugi og fögnum við því að þessi glæsilega og klassíska hönnun sé aftur fáanleg.

Þetta frábæra verð stendur aðeins í þennan eina dag og er sama verð á stólnum hjá öllum söluaðilum Carl Hansen & Søns um allan heim. 

SaveSave

NÝTT FRÁ TAKK HOME

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir fallegar vörur sínar. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnunin er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki er hún undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem hönnuðir TAKK Home hafa upplifað á ferðalögum sínum.

Fyrsta vörulína TAKK Home voru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.

Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.

Núna hafa einnig bæst við glæsileg rúmteppi sem eru létt og einstaklega mjúk sem einnig má nýta sem teppi á sófann. Teppin koma í þremur litum og eru hönnuð af TAKK Home á Íslandi og framleidd í Tyrklandi eftir aldagömlum vefnaðaraðferðum.

SUMARTILBOÐ Á SKAGERAK ÚTIHÚSGÖGNUM

Núna er tilvalið að græja pallinn og hafa það huggulegt úti í þessu frábæra veðri. Við eigum til falleg útihúsgögn meðal annars frá gæðamerkinu Skagerak Denmark.

// Sumartilboð á útihúsgagnasetti frá Skagerak, heildarverð: 307.900 kr

Bekkur tekk 150 cm : 98.000 kr.
Stóll tekk x 2 : 104.000 kr.
Borð tekk 140 x 78 cm : 105.900 kr.