NÝTT FRÁ TAKK HOME

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir fallegar vörur sínar. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnunin er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki er hún undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem hönnuðir TAKK Home hafa upplifað á ferðalögum sínum.

Fyrsta vörulína TAKK Home voru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.

Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.

Núna hafa einnig bæst við glæsileg rúmteppi sem eru létt og einstaklega mjúk sem einnig má nýta sem teppi á sófann. Teppin koma í þremur litum og eru hönnuð af TAKK Home á Íslandi og framleidd í Tyrklandi eftir aldagömlum vefnaðaraðferðum.

10 FALLEG VISKASTYKKI

Við tókum saman 10 falleg viskastykki sem gera uppvaskið skemmtilegra og öll fást þau að sjálfsögðu í Epal og í vefverslun okkar á Epal.is
Screen Shot 2016-01-21 at 22.14.41

Hér að neðan má sjá tengla yfir á vörurnar í vefverslun okkar;

1. Myntugrænt frá Ferm Living

2. Bridges grátt frá Ferm Living 

3. Bleikt frá Design Letters 

4. Copenhagen frá Ferm Living

5. Svart hvítt frá Ferm Living

6. Bleik frá HAY, 2 í pakka 

7. Kasvu frá Marimekko 

8. Unikko frá Marimekko

9. Lóa frá Hekla Íslandi

10. Litrík frá HAY, 2 í pakka