Yfirlitssýning á verkum Þorkels Gunnars Guðmundssonar

Á sýningunni gefst kostur á að skoða úrval húsgagna frá hönnunarferli Þorkels, allt frá sjötta áratugnum til dagsins í dag.

Þorkell lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1954 og nokkrum árum seinna hélt hann hönnunarnámi áfram í Listiðnaðarskólanum í Kaupmannahöfn. Hann kom heim árið 1960 og hóf störf á teiknistofu Húsameistara Reykjavíkurborgar hjá Einari Sveinssyni arkitekt. Þorkell stofnaði sína eigin teikni- og hönnunarstofu árið 1967 og hóf samstarf við ýmsa húsgagnaframleiðendur, en þeir voru ekki vanir að nýta sér hönnuði við framleiðslu á þessum tíma.

Á. Guðmundsson og Smíðaverkstæði Sverris Hallgrímssonar voru meðal þeirra sem nýttu sér hæfni Þorkels. Hjá Á. Guðmundssyni varð hann aðalhönnuður til fjölda ára en eitt af fyrstu samstarfsverkum þeirra var framleiðsla á hinum þekkta svefnbekk Spíru árið 1967. Varð hann mjög vinsæl og seldist mikið hérna heim sem og erlendis. Smíðaverkstæði Sverris Hallgrímssonar átti líka gott samstarf við Þorkel. Þekktasta verkefni þeirra voru Stuðla – skilrúmin, sem framleidd voru í yfir 15 ár.

Þorkell hefur ávallt haft brennandi áhuga á höggmyndum, enda lærði hann hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara á árunum 1960-1963. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir þá vinnu og ber þar helst að nefna fyrstu verðlaun árið 1961 fyrir höggmynd í samkeppni um minnismerki til heiðurs hafnfirskri sjómannastétt. Þegar hönnunarbraut var sett á laggirnar við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 1989 varð hann deildarstjóri, en hann starfaði þar til ársins 2001. Það sem einkennir feril Þorkels er einfaldleiki, notagildi og virðing fyrir handverkinu.

Uppsetning sýningar og textagerð:
Samstarf Þorkels G. Guðmundssonar og Almars Alfreðssonar.

Hönnun og umbrot sýningarskrár:
Sigurður Hrafn Þorkelsson

Flott grein hjá Mörtu Maríu á Pressunni

Steinunn Vala verður fyrir barðinu á eftirhermum: Fólk stælir hönnun hennar og selur í stórum stíl

Steinunn Vala Sigfúsdóttir hannar skartgripalínuna Hring eftir Hring.

Steinunn Vala Sigfúsdóttir hefur gert það gott með skartgripalínu sína Hring eftir Hring. Um leið og línan kom á markað varð hún feikilega vinsæl. Ekki leið á löngu þar til aðrir aðilar voru farnir að apa eftir hönnun Steinunnar Völu.

Hún segist hafa tekið eftirlíkingunum mjög nærri sér til að byrja með. Verst þykir henni þegar fólk kemur með hringa eftir aðra og vill fá að skipta þeim hjá henni.

Skartgripir í línunni Hring eftir Hring eru búnir til úr leir. Hringar og eyrnalokkur eru mest áberandi í línunni og koma þeir í mörgum fallegum litum.

Forsaga málsins er sú að Steinunn Vala, sem er verkfræðingur að mennt, ákvað að söðla um og fór í Prisma nám á vegum Listaháskóla Íslands og Bifrastar. Í náminu kviknaði hugmynd að skartgripalínunni Hring eftir Hring. Línan sló strax í gegn þegar hún kynnti hana fyrir skólafélögum sínum í mars 2009.

Steinunn Vala segist fyrst hafa orðið vör við eftirlíkingarnar fyrir síðustu jól. Nokkrum mánuðum áður hafði hún reyndar rekist á heimasíðu sem seldi svipaða vöru og hennar. Síðan kom að því að fólk fór að koma á vinnustofu hennar til að skipta hringum sem það taldi að væru eftir hana. Þegar hún sagðist ekkert kannast við skartgripi fólksins varð það mjög undrandi.

Skartgripirnir frá Hring eftir Hring koma í fallegum kössum með myndum á. Steinunn Vala lenti í því um daginn að fá konu á vinnustofu sína sem vildi fá umbúðir hjá henni því hún sagði að það hafi gleymst að setja mynd inn í kassann. Þegar Steinunn Vala sagði henni að hringurinn væri ekki eftir hana varð hún hissa og þrætti við hana.

Ég varð alveg miður mín þegar ég rakst á fyrstu heimasíðuna sem selur eftirlíkingar eftir hönnun minni. Mér fannst eins og fólk væri að stela frá mér enda er ég búin að leggja allt mitt í Hring eftir Hring. Það er spælandi að leggja mikinn metnað í hönnun, enda kostar fullt af peningum að vera í vöruþróun. Á einhverjum tímapunkti hef ég hugleitt að hætta þessu.

Steinunn Vala segir að það sé erfitt starf að hafa afskipti af fólki sem stælir hönnun. Hún bendir á að til séu reglur um hönnunarvernd og það sé ekki hægt að banna fólki að búa til hluti fyrir sig. Það sé hinsvegar óheimild að hagnast á því.

Vörurnar frá Hring eftir Hring eru seldar í Epal, verslun Bláa Lónsins, Sirku á Akureyri, Sveitabúðinni Sóley og í Kraum.

http://www.pressan.is/VeroldMortuMariu/Lesagrein/steinunn-vala-verdur-fyrir-bardinu-a-eftirhermum-folk-staelir-honnun-hennar-og-selur-i-storum-stil

 

Collage

Framleiðandi Louis Poulsen

Hönnuður: Louise Campbell.

Á mildum sólríkum sumardegi þar sem andvarinn lék um lauf trjánna og myndaði rómantískar og heillandi myndir ljóss og skugga á botni skógarins. Þar kviknaði hugmyndin að Collage.

Collage eru framleiddir sem hengilampar og gólflampar. Þeir eru hannaðir af Louise Campbell. Hún er hönnuður af ungu kynslóðinni sem hefur vakið mikla athygli fyrir frísklega hönnun.

Lampinn var fyrst kynntur árið 2004 og sama ár hlaut hann hin eftirsóttu hönnunarverðlaun iF Product Design Award í gulli.

Louis Poulsen hefur alla tíð lagt áherslu á gæði í lýsingu og á það jafnt við um Collage sem eldri lampa. Ofbirtuvörnin er fengin með þrem lögum af laserskornu akríl með áferð sem skorin er með sporbaugslaga (ellipse) ferli og minnir á skógarferð þar sem geislar sólarinnar skína gegn um laufkrónur trjánna.

Ljósgjafinn er glópera eða smáflúrpera (sparpera) 23W Ambiance PRO 827 frá Philips. Lampinn gefur því rými sem hann lýsir upp sérlega notalegan, hlýjan og örlítð kvennlegan blæ.

Með Collage- lampanum fer Louis Poulsen inn á nýjar brautir í framleiðslu sinni. Lousie Campbell hugsar í nýjum víddum og efnum. Það gerir framleiðsluferlið ekki léttara en það er er algjör nýjung í lampahönnun þar sem ljóshlífin er handunnin og jafnframt unnin með nýjustu lasertækni. Collage lampinn er framleiddur sem hengilampi í tveim stæðum, 360x600mm og 270x450mm og góflampi sem er 1600x600mm.

Enigma – Glæsilegur og ljóstæknilega fullkominn

Hönnuður: Shoichi Uchiyama.

Stefna mín við hönnun lampa og lýsingar er mild óbein lýsing. Glýjufrí mild og hagkvæm birta sem gefur fallegan hlýjan blæ og vinalegt umhverfi.

Frá árinu 2003 hefur Louis Poulsen framleitt hengilampann, Enigma (ráðgáta).

Enigma er hannaður í samvinnu við einn þekkstasta lýsingarhönnuð japana, Shoichi Uchiyama og samkvæmt japönskum hefðum í lýsingartækni. Hönnuður hefur valið spegil-halogen ljósgjafa 230 Volta, 50 Watta, QPAR 16 með GU 10 sökkli.

Ljóslitur perunnar er 2900 K sem er heldur hvítari en glóperulýsing (2700 K) og gefur hlý-hvítt ljós. Þar sem þessi ljósgjafi er gerður fyrir 230V spennu er auðvelt að stýra birtunni með ljósdeyfi.

Stærsti lampinn, Enigma 825 (vísar til þvermáls efsta disksins) hentar vel þar sem hátt er til lofts en hann er hægt að fá með 150W halogenperu sökkull e27 eða 70W 0g 35W HIT (málm-halogenperu.

Hönnun lampans er sérlega fáguð og vel af hendi leyst.

Hún tekur mið af notkun nútíma efna sem með formi og lögun gerir það að verkum að lampinn virðist nánast svífa í lausu lofti, frískur og eðlilegur.

Ljósgjafanum er komið fyrir í keilulaga umgerð úr bustuðu og lökkðu áli og er lýsing hans bein lýsing niður, þar sem ljósgeislinn endurkastast af fjórum (425), fimm (545) eða sjö (825) sandblásnum acrylic diskum en þeir hanga í stáltaugum niður af lampanum, þannig að stærsti diskurinn er efst en sá minnsti neðst.

Þessi uppröðun gefur milda og ofbirtulausa lýsingu sem uppfyllir allar hinar ströngu kröfur Louis Poulsen um gæði lýsingar.

Vörn lampans gegn snertingu utanaðkomandi hluta og raka er IP 20 sem táknar að hann er gerður til notkunnar innahúss í þurru upphituðu rými.

Varnarráðstöfun gegn of hárri snertispennu er flokkur II, tvöföld einangrun.

Þyngd 425 lampans er 1,0 kg. og 545 lampans 2,0 kg. Stærsti lampinn, 825, er að hámarki 7 kg.

Þrif. Til að þrífa lampann er rétt að nota mjúkan, þéttan klút, þurran eða rakan en engin sterk þvottaefni.