JÓLABORÐIÐ : ÓLÖF JAKOBÍNA

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 16. desember – 24. desember og er hún fremsti stílisti landsins.

Ólöf Jakobína lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni sem njóta í dag mikilla vinsælda. Ólöf Jakobína vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

Matur á Mbl.is tók stutt viðtal við Ólöfu Jakobínu og fáum við að birta textann hér. Myndir: Epal.

Við þökkum Ólöfu Jakobínu kærlega fyrir að dekka þetta glæsilega borð sem skoða má betur í verslun okkar í Skeifunni 6.

15631181_10155564687593332_277561555_o

Hvaðan fékkstu hug­mynd­ir í ár?
Hug­mynd­irn­ar koma alltaf úr öll­um átt­um. Nú langaði mig að út­búa kósí og huggu­lega stemmn­ingu en um leið hátíðlega. Ég valdi dökk­grá­an dúk sem er að vísu rúm­teppi en mér fannst bæði lit­ur­inn og vefnaður­inn svo fal­leg­ur að ég ég skellti tepp­inu á borðið. Mér finnst gam­an að nota fín­lega hluti með gróf­um – spila með and­stæður. Stilla upp stór­um og veg­leg­um glervasa frá Georg Jen­sen og þar við hliðina gróf­um leirpotti, nota fín­leg­ar Euca­lypt­us-grein­ar með gróf­um lauk­um, amaryll­is og hý­asint­um. Litlu gulldisk­arn­ir koma svo með hátíðleik­ann og jóla­trén má ekki vanta.

Hvaða hlut­ir eru á borðinu? 
Mat­ar­disk­arn­ir eru frá Al­essi
Litlu gylltu disk­arn­ir eru frá Tom Dixon
Hnífa­pör­in eru hönn­un Louise Camp­bell, frá Georg Jen­sen
Glös­in eru frá Muuto
Brettið á miðju borði er frá Ferm Li­ving
Stóri kerta­stjak­inn er Ku­bus frá By Lassen og á borðinu eru líka vör­ur frá Postu­línu, hvítu postu­lín­sjó­la­trén, svart­ir blóma­pott­ar og blóma­vas­ar.
Ef þú ætlaðir að kaupa þér einn hlut á hátíðar­borðið hvað væri það?
Ég myndi kaupa mér Al­fredo-blóma­vas­ann frá Georg Jen­sen – ég elska græna glervasa og þessi er al­gjör lúx­usút­gáfa, virki­lega hátíðleg­ur.
 
Er mat­ur skraut?
Já, það má kannski segja það. Fal­leg­ur mat­ur vel sett­ur upp á disk get­ur verið al­gjört lista­verk og því vissu­lega skraut. Það er því oft gott að nota ein­falda diska fyr­ir fal­lega rétti, eitt­hvað sem stel­ur ekki at­hygl­inni frá matn­um.
Hvaða skreyt­ing­ar­ráðum lum­ar þú á?
Þegar lagt er á jóla­borðið er til­valið að nota eitt­hvað per­sónu­legt, jóla­fönd­ur frá börn­un­um eða fal­leg­ar jóla­kúl­ur sem fylgt hafa fjöl­skyld­unni. Oft er best að hafa grunn­inn ein­fald­an, ein­lit­an dúk ef nota á dúk og reyna þannig að tóna borðið niður. Greni og köngl­ar er klass­ískt skraut á jóla­borðið og alltaf fal­legt – munið að ein­fald­leik­inn er oft­ast best­ur.
 
Hvað not­ar þú yf­ir­leitt marga liti?
Sem fæsta, er ekki mjög litaglöð. Grunn­ur­inn er oft­ast hvít­ur, svart­ur, grár eða beige en mér finnst fal­legt að blanda ein­um eða tveim­ur lit­um við, svona við hátíðleg tæki­færi. Ann­ars finnst mér fal­leg­ast að nota lit­ina úr nátt­úr­unni, brúna liti frá mis­mun­andi viðar­teg­und­um, græna liti frá plönt­um og skær­ari liti frá af­skorn­um blóm­um og ávöxt­um.

15631118_10155564685313332_18934837_o 15658119_10155564686883332_84401415_o 15658240_10155564684603332_1261199500_o 15658243_10155564684733332_93221886_o 15631229_10155564687683332_1301562049_o15659042_10155564687293332_1108610955_o 15681928_10155564686268332_995142444_o 15682391_10155564686998332_355893453_o115631497_10155564684463332_455187299_o

NÝTT FRÁ TAKK HOME: RÚMTEPPI

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin. “Hugmyndafræði okkar sem stöndum að fyrirtækinu er að skapa gæðavörur fyrir heimilið með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnun okkar er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki erum við undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem við höfum upplifað á ferðalögum okkar.”

Við fengum nýlega til okkar í Epal glæsilega nýja línu frá TAKK HOME, falleg rúmteppi í þremur litum. Fyrsta vörulína TAKK Home voru Tyrknesk handklæði sem notið hafa vinsælda undanfarið og eigum við von á að jafn vel verði tekið á móti nýju rúmteppunum.

TAKK HOME vörurnar fást í Epal.

unspecifiedunspecified-2unspecified-4 unspecified-3 unspecified-5 unspecified-1

NÝTT: SPRING COPENHAGEN

Spring Copenhagen er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2015 og leggur áherslu á gæði og klassíska hönnun á góðu verði.

Fyrsta vara Spring Copenhagen var Piparfuglinn sem hannaður var á sjötta áratugnum af Sven Erik Tonn Petersen sem þeir kynnt aftur til sögunnar árið 2015 eftir langt hlé. Piparfuglinn er einstakur fugl sem er í senn piparkvörn gerður úr mahóní, ask, hlyn og hnotu. Síðan þá hefur Spring Copenhagen bætt við vöruúrvalið Mörgæs (saltkvörn), hitaplatta, hnetubrjót og skopparakringlum. Á stuttum tíma hafa vörur Spring Copenhagen slegið í gegn og fást núna í yfir 150 verslunum um heim allan og bætist núna Epal á listann.

14639861_815146408625284_3370641208199717072_n mg_5629 mg_7809 mg_9921 spring_mg_4789

JÓLABORÐIÐ: ELVA HRUND ÁGÚSTSDÓTTIR

Elva Hrund Ágústs­dótt­ir blaðamaður og stílisti hjá Hús­um og hí­býl­um skreyt­ti hátíðar­borð Epal vikuna 8.-15.desember. Svart, hvítt og silf­ur er áber­andi og því henta skreyt­ing­arn­ar einka­vel t.d. fyr­ir ára­móta- eða ný­árs­boð. Matur á Mbl.is tók stutt viðtal við Elvu Hrund og fáum við að birta það hér. Ljósmyndir tók Golli.

928643

Hvaðan fékkstu inn­blást­ur að borðinu?

Þar sem ég hef verið að hugsa og skrifa um jól­in síðan í októ­ber þá er hug­ur minn far­inn að leita til ára­mót­anna. Þetta ger­ist hjá blaðamönn­um sem eru tveim­ur mánuðum á und­an öðrum í und­ir­bún­ingi jól­anna. Ég var því innstillt á að gera eitt­hvað nýtt og hefði helst vilja leggja á borð und­ir frost­lögðum himni sem er kannski óger­legt þar sem við erum ekki með frost þessa dag­ana og borðið er staðsett inn í hús­gagna­versl­un. En það má alltaf láta sig dreyma. Ég valdi því að líta til  ára­mót­anna og þá hugsa ég um glimmer og góss á borðið, enda alltaf gott partí ef þetta tvennt er á boðstól­um.

screen-shot-2016-12-14-at-22-38-28

Skreyt­ir þú borðið eins á milli ára? 

Nei, það geri ég ekki. Grunn­ur­inn er kannski alltaf sá sami, með frá­vik­um, en puntið breyt­ist ár hvert. Stund­um er það tengt tíðarand­an­um og það er mis­mikið skraut á milli ára. Á aðfanga­dag er til dæm­is góð hefð að setja eitt nýtt jóla­skraut á disk­inn hjá hverj­um og ein­um sem viðkom­andi gætu síðan hengt á jóla­tréð – nema það séu 20 manns í mat, þá tek­ur ekki mörg ár að fylla tréð af skrauti. Ann­ars snýst þetta um að nota hug­mynda­flugið, horfa í kring­um sig og nota líka það sem er til. Allt í bland – allt í boði!

screen-shot-2016-12-14-at-22-38-40

Hvernig mat­ar­stell finnst þér fal­leg­ust?
Ég hrífst alltaf að ein­fald­leik­an­um í öllu. Ein­fald­leik­inn er grunn­ur­inn í svo mörgu. En að sama skapi get ég brotið upp stemn­ing­una með ólík­um fylgi­hlut­um, hvort sem það eru skál­ar með ým­iss kon­ar áferð eða litl­ir hliðardisk­ar. Þegar gróf­ir hlut­ir mæta ein­föld­um lín­um, þá ger­ist eitt­hvað spenn­andi.
screen-shot-2016-12-14-at-22-38-01

Þín bestu kaup í borðbúnaði?
Ég gæti nefnt svo margt. Arte-hnífa­pör­in frá WMF, hönnuð af Makio Hasuike eru ómiss­andi á „spari­borðið“ og mér finnst nauðsyn­legt að skipta yfir í steik­ar­hnífa­pör með góðri steik. Spariglös­in eru kannski ekki svo mikið spari, því þau eru notuð við hvert til­efni enda eru all­ir dag­ar til­efni til að fagna og skála – er það ekki? En þetta vinn­ur allt sam­an, disk­ar, glös, áhöld og bakk­ar, og ég get í sann­leika sagt orðið óró­leg ef mér finnst eitt­hvað ekki al­veg passa inn í „heild­arpakk­ann“ á borðinu. Því þegar kem­ur að því að dekka borð þá er ég eins og lít­ill krakki að bíða eft­ir jól­un­um, á erfitt með að halda aft­ur að mér og hlakka til að setj­ast við borð, sem búið er að leggja fal­lega á og skreyta, með mín­um upp­á­halds.

screen-shot-2016-12-14-at-22-37-44

En þau verstu?
Það eru án efa bláu gler­disk­arn­ir sem ég keypti áður en ég byrjaði að búa og glös í stíl. Hjálp, hvað þetta var ekki smekk­lega valið og hálf­vand­ræðal­egt að segja frá því líka.

Ef þú ætt­ir að velja þér einn hlut til að kaupa á hátíðar­borðið, hvað væri það?
Það væri fal­leg­ur stjaki því það er „möst“ að hafa annaðhvort kerti eða seríu á borði, nú eða dá­semd­ar skreyt­ingu í fal­leg­um vasa.

Hvernig mætti skreyta fal­legt borð án þess að eyða of mikl­um pen­ing­um?
Sækja grein­ar og köngla út í skóg, og drífa alla fjöl­skyld­una með í æv­in­týra­för.

screen-shot-2016-12-14-at-22-38-58

JÓLAGJÖFIN Í ÁR: PANTHELLA MINI

Panthella er klassískur lampi hannaður af Verner Panton árið 1971 fyrir Louis Poulsen.  Panthella er ein vinsælasta hönnun Verner Panton og fæst bæði sem gólflampi og borðlampi.

Nýlega kynnti Louis Poulsen nýja útgáfu af lampanum eftir upprunalegum teikningum Verner Panton, Panthella mini sem kemur í fjölmörgum nýjum og spennandi litum, með nýjustu LED tækni og með skerm úr áli sem var upphafleg hugmynd hönnuðarins. Upprunalegi Panthella lampinn er með akrýl skermi sem hleypir birtunni fallega í gegn en vegna tæknilegra takmarkana var ekki hægt á þeim tíma að framleiða lampann með ál skermi sem var ósk Verner Panton.

Á meðan að flestir danskir arkitektar á sjötta og sjöunda áratugnum unnu mest með við og önnur náttúruleg efni skar Verner Panton sig úr hópnum og dálæti hans fyrir nýjum efnum gerði hann að sérfræðing í notkun á stáli, plasti, trefjagleri og plexígleri. Verner Panton var frumkvöðull og var einnig langt á undan sinni samtíð með hönnun sinni sem einkenndist af hringlaga og lífrænum formum.

Panthella mini fæst því núna í 8 litum sem allir eru valdir útfrá litahugmyndum Verner Panton úr síðasta verkinu hans áður en hann lést árið 1998, það var sýningin „Lyset og Farven“ í Trapholt nútímalistasafninu í Kolding, Damörku. Litirnir eru gulur, rauður, fjólublár, rauður, bleikur, blár ásamt tveimur grænum litum. Panthella mini er einnig til í hvítu, svörtu ásamt hvítu með akrýl skermi.

Panthella mini er 250 mm á hæð á meðan að upprunalegi borðlampinn frá árinu 1971 er 400 mm á hæð.

Kynningarverð er 39.800 kr. –

0628louis2_666 110916_02-900x1350 orange-panthella-mini-by-louis-poulsen panthella-mini-bord panthella-mini-designed-by-verner-panton-for-louis-poulsen panthella-mini-verner-panton-louis-poulsen-lamp-lighting-design-furniture_dezeen_1568_3 panthella-table-lamp-5_grande

2016 JÓLAÓRÓINN FRÁ NOX

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði og er óróinn í ár skreyttur fallegum ref. Óróinn kom út í fyrsta sinn jólin 2014 og var þá jafnframt fyrsti íslenski jólaóróinn á markaðinn og var hann þá skreyttur hreindýri og árið 2015 var hann skreyttur rjúpu. Íslendingar eru vel kunnir jólaóróum og eru fjölmargir sem safna slíkum og er því einstaklega skemmtilegt að geta boðið upp á íslenska og vandaða jólaóróa.

Óróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og kemur í fallegri öskju með svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska. Nox jólaóróinn er einstök íslensk hönnun sem gaman er að safna.

nox_001-jp nox_002-jp

KÆRLEIKSKÚLA & JÓLAÓRÓINN 2016

Að þessu sinni er það myndlistamaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson sem hannar kærleikskúluna en hún hefur fengið nafnið Sýn. Jólaóróinn, sem í ár er sveinninn Pottaskefill, er svo túlkaður af Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og einum eigenda Tulipop og Snæbirni Ragnarssyni, í Skálmöld. Signý hannar óróann og Snæbjörn yrkir kvæði um sveininn.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Listamenn Kærleikskúlunnar hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

hangandi
sigurdurarni kula-og-kassi

TILGANGUR

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit – og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Í grunninn er Kærleikskúlan tær eins og kærleikurinn – með borða í rauðum lit, lit jólanna og kærleikans. Kærleikskúlan er blásin og eru því engar tvær kúlur nákvæmlega eins, en allar fallegar hver á sinn hátt. Kærleikskúlan kemur í kassa og fylgir henni bæklingur. Litir bæklinsins eru svartur og silfraður. Svartur táknar árstímann og silfraður birtuna sem er svo lýsandi fyrir boðskap jólanna.


pottaskefill-i-kassa

Verð Kærleikskúlunnar er  kr. 4.900,- og Pottaskefils kr. 3.500,-. Allur ágóði rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna og leggja verslanirnar málefninu því mikilvægt lið.