NÝTT FRÁ TAKK HOME: RÚMTEPPI

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin. “Hugmyndafræði okkar sem stöndum að fyrirtækinu er að skapa gæðavörur fyrir heimilið með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnun okkar er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki erum við undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem við höfum upplifað á ferðalögum okkar.”

Við fengum nýlega til okkar í Epal glæsilega nýja línu frá TAKK HOME, falleg rúmteppi í þremur litum. Fyrsta vörulína TAKK Home voru Tyrknesk handklæði sem notið hafa vinsælda undanfarið og eigum við von á að jafn vel verði tekið á móti nýju rúmteppunum.

TAKK HOME vörurnar fást í Epal.

unspecifiedunspecified-2unspecified-4 unspecified-3 unspecified-5 unspecified-1