Mission sófar frá Eilersen á góðu tilboði

Við bjóðum nú 25% afslátt af Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. ágúst 2021.

Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allan fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár og bjóðum við í tilefni þess upp á 25% afslátt af sófanum til 31. september 2020.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6. áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda og er svo sannarlega klassísk hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið ásamt upplýsingum um verð.

 

Delphi sófar frá Erik Jørgensen á 20% afslætti

Við kynnum frábært tilboð á klassískum Delphi sófum frá Erik Jørgensen.

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari. Hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra.

TILBOÐ : MISSION SÓFAR FRÁ EILERSEN

Við kynnum frábært tilboð á Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2018.

Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

TILBOÐ Á HIGH BOX SÓFUM FRÁ EILERSEN

Við kynnum frábær tilboð á High box sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir til 31. desember.

High box sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. High box sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niels Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. Þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn sem í dag þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

bb3890b39c323b145fddb4e7d06968fb_grande

tilbod-highbox2

AFMÆLISTILBOÐ: AXEL SÓFI FRÁ MONTIS

Í tilefni 40 ára afmælis Epal bjóðum við upp á fjölmörg frábær afmælistilboð af vinsælum hönnunarvörum. Eitt af því er tilboð á sívinsæla Axel sófanum frá Montis. Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

image001 3

 

Fallegur og vel hannaður sófi á frábæru tilboðsverði. Komdu endilega við í verslun okkar Epal Skeifunni og kynntu þér öll afmælistilboðin sem í boði eru.

EINSTAKUR SÓFI FRÁ ERIK JØRGENSEN

Toward sófinn var hannaður af Anne Boysen fyrir sófaframleiðandann Erik Jorgensen árið 2013. Sófinn er einstakur í útliti og hefur mikinn og skemmtilegann karakter, einnig er hægt er að færa til púðana og á þann hátt má breyta notagildi sófans.

Toward_Sofa-Anne_Boysen_Erik_Joergensen-1
Toward-Sofa-1Toward_Sofa-Anne_Boysen_Erik_Joergensen-3-600x300

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari. Hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra. Vörulína þeirra er breið og sófa að finna í mörgum verðflokkum.

TILBOÐ Á AXEL SÓFA FRÁ MONTIS

Í tilefni af 30 ára afmæli hollenska sófaframleiðandans Montis bjóðum við upp á afmælistilboð á 3,5 sæta Axel sófanum frá Montis.

contemporary-sofas-adult-5027-1625441

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

SÓFINN VETUR : NOTAÐ VERÐUR NÝTT AFTUR

Við vorum að fá þennan einstaka sófa til sölu í Notað verður Nýtt aftur.

Sófinn sem hannaður var af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum er talinn vera ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar.
“Sófinn Vetur er ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar. Höfundar hans eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum. Sófinn var bólstraður af Kjartani Einarssyni bólstrara og gerður í þremur eintökum. Auk Veturs, voru sófarnir Sumar og Nótt, samkvæmt skilgreiningu og útfærslu Tolla. Sófinn var kynntur í Epal árið 1989 og var Vetur seldur. Nótt er á Hönnunarsafni Íslands og Sumar fór á norræna húsgagnasýningu í Noregi og þaðan til Los Angeles. Síðan hefur ekkert til hans spurst.” heimild: mbl.is.

Screen Shot 2014-05-20 at 12.41.30 PM

GE4D3JK8

Einstakur sófi sem kominn er í sölu aftur í Epal.