HANS J. WEGNER CH22 Á TILBOÐSVERÐI

Við kynnum nýtt afmælistilboð í tilefni af 40 ára afmæli Epal.

CH22 stóllinn var einn af fyrstu stólunum sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og var fyrst kynntur til sögunnar árið 1950 ásamt heimsþekkta CH24 sem betur er þekktur sem Wishbone chair / Y-stóllinn. Fyrr á árinu hóf Carl Hansen & Søn endurframleiðslu á þessum einstaka stól og bjóðum við nú upp á hann á frábæru tilboðsverði, aðeins 200.000 kr. í stað 320.000 kr.

Stóllinn er framleiddur í dag eftir nákvæmum teikningum Wegner en mjög flóknar samsetningar hans eru líkleg ástæða þess að stóllinn hefur verið svo lengi úr framleiðslu hjá fyrirtækinu. CH22 er einstalega fallegur hægindarstóll og mikil meistarasmíði eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan.

Stóllinn er einnig áritaður af Hans J. Wegner.


carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_4 carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_6 Wegner_CH22-oak_detail_wedge_600x800 Wegner_CH22-oak-walnut-mix_detail_armrest_600x828

AfmTilboð CH22

NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: CIRQUE LJÓSIN

CIRQUE – lífleg hönnun & einstakir litir

Louis Poulsen kynnir nýja seríu af ljósum sem vekja athygli – ljósin eru hönnuð í samstarfi við sænska hönnuðinn og grafísku listakonuna Clöru von Zweigbergk. “ Ég verð ekki hissa ef þeir sem sjá ljósin hugsi samstundis um loftbelgi og hringekjur” segir Clara þegar hún er beðin um að lýsa nýju ljósunum.

CIRQUE Pendant Light 1-9_3

Serían sem ber heitið CIRQUE var hönnuð í samstarfi við Louis Poulsen og var innblásin af ferð í Tívolíið í Kaupmannahöfn. Tívolíið er fullt af hringekjum, sykurfrauði og lukkuhjólum. Þegar hlutur snýst mjög hratt í hringi þá renna litirnir saman og virðast vera lóðréttar línur af litum. Allt þetta veitti Clöru innblástur við hönnun á CIRQUE ljósunum sem er lífleg hönnun sem sameinar óhefðbundna liti og form í seríu af framsæknum ljósum sem munu bæði bæta við heimilið persónutöfrum og dirfsku.
cirque-århus-05 Louis-Poulsen-Cirque-Pendant-Light-cluster Louis-Poulsen-Cirque-Pendant-Light-restaurant louis-poulsen-cirque-valaisin øl-og-broed-7

CIRQUE ljósin henta jafnt fyrir veitingarstað, bar, eldhús eða borðstofu. Ljósin koma í þremur óvenjulegum en fallegum litasamsetningum og þremur stærðum Ø150 mm, Ø220 mm og Ø380 mm.

Eitt þeirra er mjög litríkt og hin tvö örlítið lágstemmdari. Þau koma bæði vel út stök eða nokkur saman og bæta við litum í hvaða rými sem er.

Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið þessu fallegu ljós með eigin augum.

NÝR D LAKKRÍS!

Vinir okkar hjá Lakrids by Johan Bülow koma sífellt á óvart og bæta núna við línuna nýjum D lakkrís sem er ómótstæðilega góður! Það er ekki hægt að standast freistinguna sem nýji D lakkrísinn er og við vörum ykkur við að hann er ávanabindandi. Súkkulaðihúðaður sætur lakkrís sem er húðaður með karamellu og hvítu belgísku súkkulaði ásamt litlum sjávarsaltsflögum. D er fullkomin blanda af sætu og söltu.

Þú færð þér ekki bara einn bita af D. Það er einfaldlega ekki hægt.

Lakkrísinn fæst núna í Epal –

D7_U_xwp Screen Shot 2016-06-23 at 11.50.55 Screen Shot 2016-06-23 at 11.51.05 slideshow_2 copy

EM OPNUN Í EPAL SKEIFUNNI

EM OPNUN –
Í dag lokum við snemma í verslun okkar í Skeifunni eða kl.15:45 í tilefni af leik Íslands og Austurríkis. Við minnum þó á að vefverslun okkar á epal.is er opin allan sólarhringinn og einnig er opið í verslunum okkar í Kringlunni og Hörpu ☼
Eigið góðan dag og ÁFRAM ÍSLAND!
AR-160618859

Mynd:Vísir/EPA

IITTALA & ISSEY MIYAKE

Við vorum að fá glæsilega línu Iittala í samstarfi við heimsþekkta japanska tískuhönnuðinn Issey Miyake. Línan inniheldur fallegt hágæða keramík, glermuni og heimilistextíl. Textílvörurnar eru einstakar fyrir þann eiginleika sinn að hafa „minni“ sem veldur því að textíllinn fellur alltaf í sömu brotin og má þar nefna tauservíettur og borðskraut.

Fylgið Epal endilega á samfélagsmiðlunum Snapchat & Instagram : epaldesign

Sjón er sögu ríkari, 
iittala-x-issey-miyake-fbskrmklipp-2016-02-02-18-10-46-1024x723 skrmklipp-2016-02-02-18-40-09-1024x767Screen_20Shot_202016-02-09_20at_203.00.56_20PM.0.png IMG_4561 IMG_4530 iittala-x-issey-miyake iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_sqa iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_1568_9 iittala-x-issey-miyake-launch-stockholm-design-fair-2016_dezeen_936_9 Iittala-X-Issey-Miyake-Home-Collection-1 collaboration_2

 

DESIGN LETTERS INNBLÁSTUR

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

Vörulínan inniheldur vinsælu postulín stafabollana sem einnig fást úr melamíni fyrir börnin, skálar, ílát, blómavasar, kubbar, skrifblokkir, vatnsflöskur og margt fleira sem er tilvalið í gjafir.
June 6_2016_SoMe1 June 6_2016_SoMe2 June 6_2016_SoMe3 June 6_2016_SoMe4 June 6_2016_SoMe5 June 6_2016_SoMe6

Design Letters vörurnar fást einnig í vefverslun Epal, sjá hér – 

EVA SOLO : MY FLAVOUR

MyFlavour karöflurnar frá Eva Solo eru alveg einstaklega flottar! Bættu við á auðveldan hátt ávöxtum, grænmeti eða kryddjurtum við vatnið og njóttu. Í karöflunni er teinn sem heldur innihaldsefnum á sínum stað og fara þau því ekki í glasið þegar hellt er úr. Jafnvel lítil ber eða fræ verða eftir í karöflunni vegna innbygðs sigtis í lokinu sem síðan er auðvelt að fjarlægja og þrífa.

Ef þú kýst vatnið þitt alveg hreint þá er einfalt að fjarlægja teininn og fylla karöfluna með vatni.

MyFlavour er aðeins ein af fjölmörgum flottum karöflum sem við eigum til hjá okkur, kíktu við á úrvalið!

Verð: 6.950 kr.-

567483_MyFlavour_StepByStep Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-exotic-water-1 Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-green-power Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-pink-summer Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-purble-rain Eva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-Situation-yellow-lemonadeEva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-gefuellt-mit-Wasser-und-GurkeEva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-FunktionEva-Solo-MyFlavor-Karaffe-1-l-offen