Heimsókn frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní

Við fáum í heimsókn til okkar sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní.

20% afsláttur af öllum borðum og 15% afsláttur af öllum öðrum vörum frá Carl Hansen & Søn verður veittur dagana 6. – 8. júní.

Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.

Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.

Verið hjartanlega velkomin í heimsókn.

HANS J. WEGNER CH22 Á TILBOÐSVERÐI

Við kynnum nýtt afmælistilboð í tilefni af 40 ára afmæli Epal.

CH22 stóllinn var einn af fyrstu stólunum sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og var fyrst kynntur til sögunnar árið 1950 ásamt heimsþekkta CH24 sem betur er þekktur sem Wishbone chair / Y-stóllinn. Fyrr á árinu hóf Carl Hansen & Søn endurframleiðslu á þessum einstaka stól og bjóðum við nú upp á hann á frábæru tilboðsverði, aðeins 200.000 kr. í stað 320.000 kr.

Stóllinn er framleiddur í dag eftir nákvæmum teikningum Wegner en mjög flóknar samsetningar hans eru líkleg ástæða þess að stóllinn hefur verið svo lengi úr framleiðslu hjá fyrirtækinu. CH22 er einstalega fallegur hægindarstóll og mikil meistarasmíði eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan.

Stóllinn er einnig áritaður af Hans J. Wegner.


carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_4 carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_6 Wegner_CH22-oak_detail_wedge_600x800 Wegner_CH22-oak-walnut-mix_detail_armrest_600x828

AfmTilboð CH22