LITUR ÁRSINS 2015

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur tilkynnt lit ársins 2015 og er það Marsala 18-1438 sem er fallega rauðbrúnn litur. í yfir 50 ár hefur Pantone verið leiðandi litakerfi í heiminum. Danska hönnunarfyrirtækið Room Copenhagen hefur í samstarfi við Pantone og Knud Holscher design studio hannað línu af litríkum vörum undir nafninu Pantone Universe fyrir heimilið eða skrifstofuna, í þínum uppáhaldslit.

Árið 2015 bætist nýji liturinn við línuna og hægt verður að fá vinsælu thermo-kaffimálin í Marsala litnum.

10115 PANTONE Universe Thermo Cup_Marsala - 18-1438-1 Pantone Universe_Color of the year 2015_Room Copenhagen

ÍSLENSKUR JÓLAÓRÓI

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði. Hreindýraóróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og hangir í svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska.

nox_joÌ__l nox_joÌ__l_gull

 

Falleg íslensk hönnun um jólin.

TILBOÐ: MAURINN OG LILJAN -TAKMARKAÐ MAGN

Ekki missa af þessu frábæra tilboði á takmörkuðu magni af Maur og Lilju stólunum eftir Arne Jacobsen frá Fritz Hansen. -Stólarnir eru til í mörgum litum.

Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allan heim ásamt því að finnast á fjölmörgum heimilum. Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum. Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þá verið bætt við. Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

the-Ant-chair-designed-in-1951-by-Arne-Jacobsen-via-Eros-Greatti

Liljuna 3108 þekkja aðeins færri, en Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega árið 1970 og kynnti hann fyrst á dönsku húsgagnasýningunni / Danish furniture fair en stóllinn var hannaður fyrir danska landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur mjög flókins mótunarferlis en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé. Liljan er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

1965
SpaceLily_Lifestyle2_HR
10850304_10153402574494447_7747545046525494037_n

portrait-full

 

 

JÓLABORÐIÐ: ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR

Þórunn Högnadóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 17.-24.desember. Þórunn er stílisti og ritstýrir tímaritinu Home Magazine sem kemur út á netinu og á prenti, sjá hér, hún er einnig annáluð smekkkona og byrjar snemma að jólaskreyta heimilið sitt og er þetta hennar uppáhaldsárstími.

Hverju er gott að huga að þegar dekkað er upp hátíðarborð? Gott er að vera búin að ákveða eitthvað þema sem og hægt er vinna svo útfrá. Sniðugt er að vera búin að skreyta servíetturnar deginum áður. Það þarf oft ekki mikið til að búa til fallegar skreytingar á jólaborðið, einfalt og látlaust er oft fallegast.

Hvernig er stíllinn á borðinu? Svart, hvítt og náttúrulegt með smá bóhemísku yfirbragði.

20141217_182031

20141217_181419

20141217_182110

Það er sniðug hugmynd að nota Design Letter bolla sem jólaskraut, á borðinu má sjá bolla með J, O, L stillt upp til skrauts með sýprus trjám í.

20141217_182123

Könglatrén eru eftir tengdamóður Þórunnar, hana Þórunni Brandsdóttur. Þau er hægt að fá í Freebird eða sérpanta í Epal. Takið eftir að greinarnar hafa verið skreyttar með jólalakkrís frá Johan Bulow ásamt jólastelpu frá Hekla Íslandi.

20141217_182523-1

Screenshot_2014-12-17-21-28-05

20141217_181702

Hvaðan eru hlutirnir?

Diskar og glös: Iittala

Hnífapör: Stockholm frá Design House Stockholm

Kertastjakar: Kivi frá Iittala

Vasi: Savoy frá Iittala

Stafabollar: Design Letter frá Room Copenhagen

Sýprus tré: Ikea

Servíettur: Hekla Íslandi

 

 

JÓLABORÐIÐ: ÓLÖF JAKOBÍNA

Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 10. – 17. desember. Ólöf lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni. Ólöf vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

HVERNIG ER STÍLLINN Á BORÐINU? Hér eru hvít jól og öllu er tjaldað til. Mig langaði að færa inn á borð það fannfergi sem við höfum nú um land allt og um leið skapa rólega stemningu í miðri búðinni þar sem venjulega úir og grúir af allskonar fíneríi.  Ég valdi hvíta hluti og hýasintur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér á þessum árstíma.

10

 

 

AÐ HVERJU ER GOTT AÐ HUGA ÞEGAR DEKKAÐ ER UPP HÁTÍÐARBORÐ? Hátíðarborðið er skreytt með öllu því fínasta sem til er á heimilinu. Sparistellið skal dregið fram og hnífapörin pússuð. Kerti og lifandi blóm finnast mér ómissandi og því meira því betra. Nýpressaður dúkur er ákaflega sparilegur en einnig má leyfa borðinu að njóta sín. Skreytið borðið með öllu ykkar uppáhalds dóti því jólin koma bara einu sinni á ári.

3 4 11 12 136

HVAÐAN ERU HLUTIRNIR?

Diskar: Ovale frá Alessi, hönnun Bouroullec-bræðranna (ég elska allt sem þeir gera)

Hnífapör: Georg Jensen hönnun Arne Jacobsen

Glös: Menu, hönnuð af Norm-arkitektum

Kertastjakar: Muuto, Ferm-living, Menu, By Lassen

Blómavasar: Lyngbyvasen, Muuto,

Skálar: Skagerak

Kaffikanna: Stelton

Bollar/glös: Design Letters

Jólatré og kertavasar: Postulína (þið finnið þær á Facebook)

 

Íslenskir hönnuðir yfirtaka pláss 12 Tóna í Hörpu

Hópur íslenskra hönnuða hefur tekið yfir plássið í Hörpu sem 12 Tónar höfðu áður og ætla að bjóða gestum og gangandi að líta við og sjá helstu nýjungarnar sem komu á markað á árinu í bland við vinsælustu vörur sínar. Þeir hönnuðir sem þátt taka í þessu verkefni eru Steinunn Vala, Ingibjörg Hanna, Marý, Heiða Magnúsdóttir, Hekla og Sveinbjörg í samstarfi við verslun Epals í Hörpu. Á boðstólum eru fallegar gjafavörur á borð við viskustykki, púða, teppi, thermobolla, sængurver, birkibakka, kerti og kertastjaka, servíettur, hálsfestar og hringa svo eitthvað sé nefnt. Það er því ýmislegt þar hægt að skoða og versla fallegar gjafir fyrir jólin. Opnunartími sýningarinnar er alla virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16 fram að jólum.

Islenskir honnudir i Horpu.mynd

ÍSLENSK HÖNNUN: BIMMBAMM

Hillan Rigel er fyrsta afurð bimmbamm sem er er samstarfsverkefni milli Guðrúnar Eddu Einarsdóttur og Smára Freys Smárasonar.

“Rigel hillan er einstakur karakter með margar hliðar eins og við flest. Hillan býður upp á áhugaverða möguleika fyrir heimilið og er hugsuð t.d í eldhúsið, stofuna eða forstofunaÞetta er staður fyrir uppáhaldsbækurnar eða fallega jakkann og í miðju hillunnar, hjarta Rigel, er staður fyrir sérstakan hlut sem snertir hjartað. Það mætti segja að Rigel sé altari uppáhalds hlutanna þinna, hluta sem eru þitt hjartans mál og gleðja þig. Allt í kringum okkur eru hlutir sem skipta okkur máli og þar kemur Rigel inn, hillan heldur utan um uppáhaldshlutina og gerir þá sýnilega á heimilinu.”

myndir2_16.22x22.8

Rigel hillurnar eru smíðaðar á vinnustofunni/verkstæði Bimmbamm og er hillan fáanleg í 4 litum, coral, mintu, hvítu og svörtu.

myndir1_6.22x22.8myndir1_16.22x22.8-2myndir4_16.22x22.8

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu bimmbamm, sjá hér.

JÓLABORÐIÐ: BERGLIND BERNDSEN

Innanhússarkitektinn Berglind Berndsen dekkaði jólaborðið í Epal vikuna 3.-10.desember. Borðið er dekkað í hlýlegum stíl með fallegum hönnunarvörum til skrauts ásamt hlutum úr náttúrunni svosem jólatré og könglum.

“Hugmyndin að borðinu var að hafa það sem náttúrlegast þar sem skreytingarnar koma flestar úr umhverfinu í kringum okkur og náttúrunni, sbr, litlu jólatrén, könglarnir, jólatréð úr könglunum og hreindýrið sem er úr við. Einnig fannst mér gaman að sýna hvernig hægt er að blanda mismunandi stílum saman.”

20

Hvernig er stíllinn á borðinu? Einfaldur, hrár með hlýlegu og náttúrulegu yfirbragði þar sem að efni og dempaðir jarðlitir fá að njóta sín.

2

Hvað er gott að huga að þegar dekkað er upp hátíðarborð? Að leyfa hverjum hlut að fá að njóta sín sem best, halda einföldu yfirbragði en samt sem áður hlýlegt og notarlegt.

4 9

Diskamottur: Chilewich. Borðstell: Alessi. Hnífapör: Alessi. Kertastjakar: Iittala. Glös: Iittala. Jólatré: Magnolia á Laufássveginum.  Blómapottar: Hay. Hreindýr: Kristinsson

NÝTT FRÁ INGIBJÖRGU HÖNNU

Við vorum að fá glæsileg rúmföt eftir Ingibjörgu Hönnu sem eru tilvalin í jólapakkann.

bedding_Dot Bedding_experience

Rúmfötin bera heitið Dots og Experience en úr sömu línu er einnig hægt að fá servíettur, viskastykki og púða.

dots experience-1mountains Experience Grey Dots
IHANNA_pillows

hengistoll

Ingibjörg Hanna kynnti þessar nýju vörur til leiks á Hönnunarmars fyrr á árinu en þá var einnig til sýnis glæsileg hengiróla sem einnig fæst í Epal.