ÍSLENSK HÖNNUN: BIMMBAMM

Hillan Rigel er fyrsta afurð bimmbamm sem er er samstarfsverkefni milli Guðrúnar Eddu Einarsdóttur og Smára Freys Smárasonar.

“Rigel hillan er einstakur karakter með margar hliðar eins og við flest. Hillan býður upp á áhugaverða möguleika fyrir heimilið og er hugsuð t.d í eldhúsið, stofuna eða forstofunaÞetta er staður fyrir uppáhaldsbækurnar eða fallega jakkann og í miðju hillunnar, hjarta Rigel, er staður fyrir sérstakan hlut sem snertir hjartað. Það mætti segja að Rigel sé altari uppáhalds hlutanna þinna, hluta sem eru þitt hjartans mál og gleðja þig. Allt í kringum okkur eru hlutir sem skipta okkur máli og þar kemur Rigel inn, hillan heldur utan um uppáhaldshlutina og gerir þá sýnilega á heimilinu.”

myndir2_16.22x22.8

Rigel hillurnar eru smíðaðar á vinnustofunni/verkstæði Bimmbamm og er hillan fáanleg í 4 litum, coral, mintu, hvítu og svörtu.

myndir1_6.22x22.8myndir1_16.22x22.8-2myndir4_16.22x22.8

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu bimmbamm, sjá hér.