Íslenskir hönnuðir yfirtaka pláss 12 Tóna í Hörpu

Hópur íslenskra hönnuða hefur tekið yfir plássið í Hörpu sem 12 Tónar höfðu áður og ætla að bjóða gestum og gangandi að líta við og sjá helstu nýjungarnar sem komu á markað á árinu í bland við vinsælustu vörur sínar. Þeir hönnuðir sem þátt taka í þessu verkefni eru Steinunn Vala, Ingibjörg Hanna, Marý, Heiða Magnúsdóttir, Hekla og Sveinbjörg í samstarfi við verslun Epals í Hörpu. Á boðstólum eru fallegar gjafavörur á borð við viskustykki, púða, teppi, thermobolla, sængurver, birkibakka, kerti og kertastjaka, servíettur, hálsfestar og hringa svo eitthvað sé nefnt. Það er því ýmislegt þar hægt að skoða og versla fallegar gjafir fyrir jólin. Opnunartími sýningarinnar er alla virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16 fram að jólum.

Islenskir honnudir i Horpu.mynd